XL.

Þetta er það orð sem skeði af Drottni til Jeremiam þá eð Nebúsaradan höfuðsmaður lét hann lausan í Rama. [ Því að hann var og bundinn með járnviðjum á meðal þeirra sem herteknir voru til Jerúsalem og í Júda að þá skyldi so flytja til Babýlon. Þá eð höfuðsmaðurinn hafði nú látið kalla Jeremiam fyrir sig sagði hann til hans: „Drottinn Guð þinn hefur talað allt þetta hið vonda yfir þessum stað, hann lét og það einnin koma og gjörði sem hann hafði sagt það þér syndguðust á móti Drottni og hlýdduð ekki hans raust, þar fyrir er svoddan yfir yður komið.“ [

Sjá þú nú, eg hefi í dag gjört þig lausan af þeim járnviðjum sem þínar hendur voru með bundnar. Líkar þér nú að fara með mér til Babýlon þá láttu það so vera. Sjá þú, þar hefur þú allt landið fyrir þér, hvar eð þér þykir gott að vera, þangað þá far þú. Því að ef það lengra er í burt farið þá er eigi von neinnrar afturkomu. Þar fyrir máttu nú snúa aftur til Gedalja sonar Ahíka Safansonar hvern að konungurinn af Babýlon hefur sett yfir staðina Júda og vera so hjá honum á meðal fólksins. Eða far þangað sem þér sjálfum líkar best.“ Og höfuðsmaðurinn gaf honum tærupeninga og fégjafir og lét hann síðan í burt fara. So kom Jeremias til Gedalja Ahíkamsonar til Mispa og var hjá honum á meðal fólksins þess sem eftir var í landinu.

Þá eð þeir höfuðsmenn sem sér höfðu forðað á eyðimörkunum með sínum mönnum formerktu það konungurinn af Babýlon hafði sett Gedaliam Ahíkamson yfir landið og svo bæði yfir karlmenn, konur og börn og þá hinu minnstuháttar menn í landinu sem ekki voru í burt fluttir til Babýlon þá komu þeir til Gedalea í Mispa, einkum sem voru þeir Ísmael Netanjason, Jóhanan og Jónatan Kareasynir og Seraja Tanhúmetson og synir Efaí af Netófat og Jesanja Maachatison með sínum mönnum. [ Og Gedalja sonur Ahíkam sonar Safan sór þeim og þeirra mönnum einn eið og sagði: „Hræðist eigi það að vera þeim Chaldeis undirgefnir. Blífið í landinu og verið konunginum af Babýlon hlýðugir, þá mun það vegna yður vel. Sjáið, eg bý hér í Mispa að eg skuli þjóna þeim Chaldeis sem til vor koma. Þar fyrir safnið saman víni, fíkjum og viðsmjöri og látið það í yðar ker og búið síðan í yðar stöðum sem yður hafa hlotnast.“

Og allir þeir Gyðingar sem voru í landinu Móab og Ammónsona og í Edóm og í öllum löndum, þá eð þeir heyrðu nú það að konungurinn af Babýlon hafði látið nokkra eftir vera í Júda og sett yfir þá Gedaliam son Ahíkam son Safan þá komu þeir aftur í landið Júda úr öllum áttum þaðan sem þeir höfðu í burt flúið til Gedalja í Mispa og samansöfnuðu næsta miklu víni og sumarsávöxtum.

En Jóhanan Kareason með öllum höfuðsmönnunum sem sér höfðu forðað á eyðimörku komu til Gedalja í Mispa og sögðu til hans: [ „Veistu nokkuð það Baelím konungurinn Ammónsona hefur sent hingað Ísmael Netanjason að hann skyldi slá þig í hel?“ En Gedalja Ahíkamson vildi því ekki trúa. Þá sagði Jóhanan Kareason til Gedalja heimöglegana í Mispa: „Kæri, eg vil fara í burt og í hel slá Ísmael Netanjason so að enginn skal það fá að vita. Hvar fyrir skal hann slá þig í hel so að allir Gyðingarnir sem til þín eru safnaðir skulu í sundurdreifðir verða og að þeir sem eftir eru vorðnir af Júda skulu nú svo fyrirfarast?“ En Gedalja Ahíkamson sagði til Jóhanan Kareasonar: „Ekki skaltu það gjöra, það er ekki satt sem þú segir af Ísmael.“