XXVIII.
Og á því fimmta ári, í upphafi ríkisstjórnar Zedechia konungsins Júda, á þeim fimmta mánaðinum hins fjórða ársins, talaði Ananias Asúrsson, prophetinn af Gíbeon, til mín í húsi Drottins í náveru prestanna og alls fólksins og sagði: [ „Svo segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Eg hefi í sundurbrotið það okið konungsins af Babýlon. Og áður en tvö ár eru umliðin þá vil eg láta aftur flytja til þessa staðar þau kerin úr húsi Drottins sem Nabúgodonosor konungurinn af Babýlon tók í burt af þessum stað og flutti til Babýlon, þar með og einnin Jechoniam son Jóakíms konungsins Júda með öllum þeim öðrum sem herleiddir voru af Júda og í burt fluttir eru til Babýlon þá vil eg og aftur flytja til þessa staðar, segir Drottinn, það eg vil í sundurbrjóta það okið konungsins af Babýlon.“
Þá sagði Jeremie propheti til Anania propheta að hjáveröndum prestunum og öllu fólki sem að stóðu í húsi Drottins og sagði: [ „Amen, Drottinn hann gjöri so. Drottinn hann staðfesti þín orð sem þú hefur spáð, að hann vilji aftur flytja frá Babýlon þau kerin úr húsi Drottins til þessa staðar með þeim öllum sem herleiddir eru. En þó heyr þú einnin þetta orð sem eg tala fyrir þínum eyrum og fyrir eyrum alls fólksins það prophetarnir sem verið hafa fyrir mér og þér fyrir langri ævi, þeir hafa spáð í móti mörgum löndum og miklum kóngaríkjum, af bardögum, af ógæfu og drepsóttum. En nær eð einhver propheti spáir fyrir út af friði, hann má þekkja af því hvert Drottinn hefur sent hann sannlega þá hans orð uppfyllast.“
Þá tók prophetinn Ananias okið af hálsinum prophetans Jeremia og í sundurbraut það. Og Anania sagði að hjáverandi öllu fólki: „So segir Drottinn: Líka so þá vil eg í sundurbrjóta okið Nabúgodonosr konungsins af Babýlon áður en það tvö ár eru umliðin af hálsinum alls fólksins.“ Og Jeremias propheti gekk í burt sína leið.
En orð Drottins það skeði til Jeremia eftir það að Anania propheti hafði í sundurbrotið okið af hálsi Jeremia propheta og sagði: Gakk þú burt og seg til Ananiam: So segir Drottinn: Þú hefur í sundurbrotið það tréokið, so gjörn ú eitt járnok í staðinn þess. Því að so segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Eg hefi hengt eitt járnok á hálsana alls þessa fólks hvar með þeir skulu þjóna Nabúgodonosor konunginum af Babýlon og honum skulu þeir þjóna það eg hefi og einnin gefið honum þau villidýrin.
Og Jeremias propheti sagði til Anania propheta: [ „Heyr þú, Anania: Drottinn hefur ekki útsent þig og þú hefur það gjört að þetta fólk treystir upp á lygar. Þar fyrir segir Drottinn svo: Sjá þú, eg vil taka þig í burt af jörðu og á þessu ári skaltu deyja því að þú í burt snerir þeim frá Drottni meður þinni orðræðu.“ So deyði sá prophetinn Anania á því sama árinu á þeim hinum sjöunda mánaði. [