LVIII.

Kalla þú í ákefð, væg eigi, upphef þína raust sem herlúður og kunngjör mínu fólki þeirra misgjörðir og því húsinu Jakobs sínar syndir. Þeir leita mín daglega og vilja vita mína vegu sem fólk eð réttvísina gjörir og dóminn síns Guðs hefur ekki yfirgefið. [ Þeir krefja mig til dóms og vilja þreyta lög við þeirra Guð. Hvar fyrir þá föstum vér og þú álítur það ekki? Hvar fyrir þjáum vér so vort líf og þú vilt eigi vita það?

Sjáið, nær þér fastið þá gjöri þér yðvarn vilja og þvingið alla yðra skuldamenn. [ Sjáið, þér fastið að þér deilið og þrætið og ryskist með hnefunum óguðlegana. Fastið ei so sem þér fastið nú so að af yður heyrt verði eitt kall í upphæðirnar. Og skyldi það vera sú fasta hverja eg skyldi útvelja það maðurinn þvingi allan dag sitt líf eður hengi niður höfuðið sem hálmstrá eður liggi í sekk og ösku? Vilji þér kalla það föstu og þann þakknæmilegan dag Drottins?

En það er sú fasta sem eg útvel: [ Láttu þá liðuga sem þú hefur með rangindum í bönd sett, lát lausa sem þú of þyngir, gef þá frjálsa sem þú þrengir, slít í burt allan ofurþunga. Brjót þú hungruðum þitt brauð og innleið þá sem volaðir eru í þitt hús. Sér þú nokkurn nakinn þá klæð þú hann og óvirð ekki þitt eigið hold. Þá mun þitt ljós hér frambrjótast sem morgunroði og þín forberan mun snarleg aukast og þitt réttlæti mun ganga fram fyrri þér og dýrðin Drotins mun taka þig til sín. Þá muntu kalla og Drottinn mun þér þá andsvar gefa. Þá eð þú kallar þá mun hann segja: Sjá þú, hér em eg.

Ef að þú þyngir öngvan hjá þér og [ peikar ei fingri að neinum og talar eigi neitt vondslegt og lætur hinn hungraða finna þitt hjarta og mettar svo þá hinu fáráðu sálu þá mun þitt ljós í myrkrunum upprenna og þín myrkur munu vera sem miðdegisbirta. Og Drottinn mun þér ætíð veg vísa og þína sálu seðja í þurrkinum og þín bein styrkja. Og þú munt vera sem annar vökvaður jurtragarður og sem annar uppsprettubrunnur þann aldrei þrýtur vatn. Og fyrir þig skal uppbyggt verða hvað lengi hefur í eyði verið og þú munt þann grundvöll leggja sem standa mun um aldur og ævi og þú skalt kallast uppbyggjari niðurfallinna borga og sá eð vegina forbetrar so að þar megi búa.

Ef að þú burtsnýr þínum fæti frá þvottdeginum soa að þú gjörir ekki hvað þú vilt sjálfur á mínum heilögum degi þá mun það lystilegur þvottdagur kallast, Drottni til helgunar og dýrkunar. [ Því að þá muntu veglegan halda þann sama nær eð þú gjörir ekki þína vegu og að það verði ekki þar inni fundið hvað þér sjálfum vel líkar eða það hvað þú talar. Þá muntu unaðsemd hafa á Drottni og eg mun hafa þig upp yfir hæðir jarðarinnar og mun fæða þig meður arfleifð þíns föðurs Jakobs. Því að munnur Drottins hann segir það.