L.

So segir Drottinn: Hvar er það skilnaðarbréfið yðrar móður það eð eg yfirgaf hana með eður hver er minn okkursmann það eð eg hefi selt yður? Sjáið, þér eruð fyrir yðra synda sakir í burt seldir og yðvar móðir er fyrir yðvara misgjörða sakir yfirgefin. Hvar fyrir kom eg og þar var enginn? Eg kallaði og enginn svaraði. Hvert er mín hönd nú so stutt orðin það hún kann ekki að frelsa eða hvert er þar enginn kraftur hjá mér til að endurleysa? Sjáið, með minni ávítan uppþurrka eg sjávarhafið og gjöri vatsflóðin sem aðra eyðimörk so að þeirra fiskar af þroti vatsins deyja af þorsta og úldna so upp. [ Eg klæði himininn með myrkrinu og gjöri hans skýling sem annan sekk.

Drottinn Drottinn hefur gefið mér vel lærða tungu so það eg viti í réttan tíma að tala við þá sem mæddir eru. Hann uppvekur mig alla morna, hann vekur mitt eyra so það eg heyri sem annar lærisveinn. Drottinn Drottinn hefur opnað mitt eyra og eg em ei óhlýðugur og geng ekki til baka aftur. [ Eg sneri mínu baki til þeirra sem mig slógu og mína kinnvanga að þeim sem mig reyttu. Mína ásjónu byrgða eg ekki fyrir forsmán og hrákum. Því að Drottinn Drottinn hjálpar mér, þar fyrir verð eg ekki til skammar. Af því hefi eg og mína ásjónu fram boðið sem annan harðan stein það eg veit að eg verð ekki til skammar. Hann er hartnærri sem mig réttlætir, hver vill þrátta við mig? Látum oss ganga til samans. Hver er sá eð mig áklagar? Komi hann hingað til mín. Sjá þú, Drottinn Drottinn hjálpar mér, hver er sá eð mig vill dæma? Sjá þú, þeir munu allir saman fyrnast upp sem annað klæði og mölurinn mun uppéta þá.

Hver er þar á meðal yðar sá eð óttast Drottin, hann sem hlýðir raustinni síns þénara, sá í myrkrunum gengur og lýsir honum ekki? Voni sá upp á nafn Drottins og treysti upp á sinn Guð. Sjáið þér allir saman sem þann eldinn uppkveikið, með loganum umvafðir, gangið í ljósinu eldsins yðvars og í þeim loganum sem þér hafið uppkveikt. Svoddan skeður yður af minni hendi: Í harmkvælum munu þér liggja.