XLVIII.
Heyrið það, þér af húsi Jakobs, þér sem heitið að nafni Ísrael og út af vatninu Júda útrunnir eruð, þér sem sverjið við nafnið Drottins og minnist þess Guðs í Ísrael en þó ekki í sannleika né réttlæti, því að þeir nefna sig út af þeirri heilagri borg og meta sig út af Guði Ísrael sem heitir Drottinn Sebaót:
Eg hefi áður fyrr kunngjört þetta hið ókomna, út af mínum munni er það framkomið og eg hefi látið það segja. Eg gjöri það einnin skyndlega að það komi því að eg veit að þú ert harðúðigur og þinn hnakki er ein járnæð og þitt enni af kopar. Eg hefi kunngjört þér það fyrirfram og eg hefi látið segja þér það áður en það kemur upp á það að þú kunnir ekki að segja: Minn afguð hann gjörir það og mín líkneskja og skúrgoð hefur so boðið það. Þetta heyrir þú og sér það og hefur þó ekki kunngjört það. Því að eg hefi áður fyrir fram nokkuð nýlegt látið þér segja og það hvað hulið var og þú vissir ekki. Nú er það skapað en ei þá og ekki einum degi áður hefur þú þar út af heyrt upp á það þú kunnir ei að segja. Sjá þú, það vissa eg vel því að þú heyrðir það ekki og vissir það einnin ei og þitt eyra var í það sinn ekki upplokið. En eg vissa vel að þú mundir fyrirlíta það og ert því kallaður einn yfirtroðslumaður í frá móðurlífi.
Af því eg em fyrir míns nafns sakir biðlundargóður og fyrir minnar dýrðar sakir mun eg umlíða það til góða við þig so að þú verðir ei afmáður. [ Sjá þú, eg mun hreinsa þig en ei sem silfur heldur mun eg gjöra þig útvaldan í ofni fátæktarinnar minna vegna, já fyrir mínar sakir mun eg gjöra það so að eg verði ekki [ lastaður, það mína dýrð vil eg öngum gefa.
Heyr þú mig, Jakob, og þú Ísrael, hvern eg hefi kallað: Eg em hann, eg em sá fyrsti og einnin síðasti. Mín hönd hefur jörðina grundvallað og mín hægri hönd hefur himininn metið. Hvað eg kalla það stendur allt þar. Samansafnið yður allir og heyrið. Hver er þar á meðal þessara sem þetta kann að kunngjöra? Drottinn elskar hann, þar fyrir mun hann og augsýna hans vilja viður Babýlon og hans armlegg viður þá Chaldeos. Eg, já, eg hefi sagt það, eg hefi kallað hann, eg mun han og einnin koma láta og hans vegir skulu honum vel einnin lukkast.
Gangið hingað til mín og heyrið þetta. Eg hefi ekki í leyndum það áður fyrir fram talað, síðan það var talað var eg þar. Og nú sendir Drottinn Drottinn mig og sinn anda. So segir Drottinn, þinn lausnari, sá Hinn heilagi í Ísrael: Eg em Drottinn Guð þinn hver eð þér kennir það hvað nytsamlegt er og leiðir þig upp á þann veginn eð þú gengur. Eg sæi gjarnan að þú gættir að mínum boðorðum, þá mundi þinn friður vera sem vatsstraumur og þitt réttlæti sem bylgjur sjávarins og þitt sæði mundi vera sem ægisandur og ávöxturinn þíns kviðar so sem smásteinar sandsins, hvers nafn að ekki mun afmáð né afskafið verða fyrir mér.
Gangið út af Babýlon, flýið í burt frá þeim Chaldeis með gleðinnar raust, kunngjörið það og látið heyra svoddan og flytjið það út allt til veraldarinnar enda. [ Segið það Drottinn hafi frelsað Jakob. Þeir höfðu öngvan þosta þá eð hann leiddi þá í eyðimörkinni, hann lét þeim vatnið úr hellusteininum framfljóta, hann í sundurklauf það hellubjargið svo að þar spratt fram vatn. En hinir ómildu, segir Drottinn, hafa öngvan frið.