XLV.

So segir Drottinn til Cyrus síns smurða, þann að eg tek við hans hægri hönd so það eg leggi undir hann heiðnar þjóðir og kóngunum sverðið af leysi, so að fyrir honum verði dyrnar upplátnar og að þau borgarhliðin blífi ekki tillukt: [ Eg mun ganga frammi fyri þér og hæðirnar jafnsléttar gjöra og eg mun eirhurðirnar uppslá og járngrindurnar sundurbrjóta. Og eg mun gefa þér þa fólgna fjársjóðuna og þær niðurbyrgðu háfunar so að þú vitir það eg, Drottinn Guð Ísrael, hafi þig kallað með þínu nafni, vegna Jakobs míns þjóns og vegna Ísraels míns hins útvalda. Já eg kallaði þig með þínu nafni og nefnda þig þá eð þú þekktir mig ekki. Eg em Drottinn og enginn annar, þar er og enginn Guð utan eg einn saman. Eg hefi þig útbrynjað þá eð þú þekktir mig enn ei so að þeir viti bæði í frá uppgöngu sólarinnar og so í frá niðurgöngu sólarinnar það án mín sé ekki neitt. Eg em Drottinn og enginn annar, eg sem gjöri ljósið og skapa myrkrin, eg sem friðinn gef og skapa hið vonda. Eg em Drottinn sem allt þetta gjörir.

Drjúpi, þér himnar, ofan af og skýin þau rigni réttvísinni, jörðin lúki sig upp og framleiði hjálpræðið og réttvísin vaxi þar upp með einnin. [ Eg Drottinn verka það.

Vei þeim sem möglar í móti sínum skapara, einkum sem er skurnið leirsins móti leirkerasmiðnum. Segir nokkuð leirinn til síns leirkerasmiðs: Hvað gjörir þú? Eigi auðsýnir þú þínar hendur á þínu verki. Vei þeim sem segir til föðursins: Hvar fyrir hefur þú getið mig? Og til kvinnunnar: Hvar fyrir fæddir þú mig?

So segir Drottinn, sá Hinn heilagi í Ísrael og hans meistari: Spyrjið mig að teiknum og vísið mínum börnum og verkum minna handa til mín. Eg hefi jörðina gjört og manninn þar upp á skapað. Eg em hann hvers hendur að himininn hafa útbreitt og hefi öllum hans herskara boðið. Eg hefi hann uppvakið í réttvísi og alla hans vegu mun eg jafnslétta gjöra. Hann skal mína borg uppbyggja og mína hertekna lausa láta, eigi fyrir peninga né fégjafir, segir Drottinn Sebaót.

So segir Drottinn: Umsýslan egypskra og útvegir þeirra Blálendinga og svo þeir stóru mennirnir til Seba munu undirgefa sig þér og þínir eiginlegir vera. Þeir munu þér eftirfylgja, í járnböndum munu þeir ganga og fyrir þér munu þeir niðurkrjúpa og þig grátbæna. Því að Guð er hjá þér og þar er enginn annar Guð.

Sannarlegana þá ertu einn fólginn Guð, þú Guð Ísraels, þú launsarinn. En þeir afguðagjörendurnir hljóta allir til smaans með skömm og smán að standa og allir með vanvirðu í burt að ganga. En Ísrael mun frelsast fyrir Drottin, fyrir eina eilífa endurlausn og mun ei til skammar né til háðungar verða um aldur og ævi.

Því að so segir Drottinn, sá eð himininn hefur skapað, sá Guð sem jörðina hefur tilreitt og hana hefur gjört og útbúið og hefur ei gjört hana það hún skuli tóm vera heldur hefur hann tilbúið hana so það menn skulu þar upp á búa: Eg em Drottinn og enginn annar, eg hefi ei í leynum talað, út í myrkum stöðum jarðarinnar. Eg hefi ekki til sæðisins Jakobs forgefins sagt: Leita þú mín, það eg em Drottinn sem réttvísina talar og kunngjöri það hvað rétt er.

Safnist saman og komið hér fram, þér hetjur heiðinna þjóða sem ekki neitt vita og slæða sér fram með drumbum sinna skúrgoða og grátbæna þann guðinn sem þeim kann ekki að hjálpa. Kunngjörið það og komið hér fram og takið ráð til samans. Hver hefir látið segja þetta fyrir í frá forðum tíðum og þá þegar kunngjört það sama? Hefi eg, Drottinn, ekki gjört það? Og þar er enginn annar Guð utan eg alleina, einn réttlátur Guð og hjálpari, og án mín er þar enginn.

Snúist til mín, þá munu þér hjálplegir verða, allar ættir jarðarinnar, því að eg em Guð og enginn annar. Eg sver við sjálfan mig og eitt orð réttlætisins út gengur af mínum munni, þar skal það við blífa: Fyrir mér skulu sig beygja öll kné og allar tungur sverja og segja: [ Í Drotni hefi eg réttlæti og styrkleik. Slíkir munu og einnin til hans koma. En þeir allir sem honum í móti standa hljóta til skammar að verða. Því að í Drottni mun réttlætast allt það sæðið í Ísrael og hrósa sér af honum.

Bel er niðurbeygður, Nebó er niðurfallinn. Þeirra afguðir eru villudýrunum og fénaðinum að hlutskipti vorðnir so að þeir af þeirra byrðarþunga eru mæddir. Já þeir hrasa og beygja sig allir saman og kunna ekki þeim byrgðarþunga af að koma heldur gengur þeirra sála þar undir svo sem að sé hún hertekin.