XXVIII.
Vei þér prýðilegri kórónu hinna fordrukknu af Efraím, þeim fölnuðum blómstrum hennar listilegrar prýði, hver eð stendur á hæðinni upp yfir einum feitum dal, þeirra hina sömu sem um koll velta vínino! [ Sjá þú, að einn sterkur, voldugur mann af Drottni, líka sem ein haglhríð, líka sem eitt skaðsamt hretviðri, líka sem einn árfoss drynjandi vatna mun hann með valdi innlátinn í landið so það hin prýðilega kóróna hinna fordrukknu af Efraím verði með fótum niðurtroðin og það fölnaða blómstrið hennar ljúflegrar prýði hvert eð stendur upp yfir einum feitum dal mun vera líka sem frosthéla á sumartíma hver eð niðurbráðnar þá eð hún sést enn hanga á sínum kvisti.
Á þeim tíma mun Drottinn Sebaót vera ein elskuleg kóróna og einn prýðilegur krans því sínu fólki sem eftir er blífið og þeim einn andi dómsins sem í dóminum sitja og styrkleikur þeim sem í frá stríðinu koma aftur til borgarhliðsins.
Þar með eru þessir einnin víngaldir vorðnir og hrasa af sterkum drykk því að hvorirtveggu presturinn og prophetinn eru galdir af drykkjuskap, drekktir í vínínu og detta um koll af sterkum drykk, þeir galast í spádóminum og útspýja dómsatkvæðið. Því að öll matborð eru full með spýju og óþekkt út í öllum stöðum.
Hverjum skal hann þá kenna þá viðurkenningina? [ Hverjum skal hann þá gefa að skilja þá prédikunina? Þeim sem afvandir eru af mjólkinni, þeim sem í burt teknir eru af brjóstunum. Því að [ þeir segja: „Bjóddu hér, bjóddu þar, bjóddu hér, bjóddu þar, bíddu hér, bíddu þar, bíddu hér, bíddu þar, hér nokkuð lítið, þar nokkuð lítið.“
Nú vel, hann mun eitthvert sinn með hágjörnum vörum og með annarlegri tungu tala til fólks þessa hverju eð þetta verður nú prédikað þá þeir hafa þar hvíld, þá endurnæra þeir sig sem af mæði eru af sér komnir, þá sitja þeir um kyrrt og vilja þó ekki svoddan prédikan. Þar fyrir skal þeim einnin orð Drottins jafnt so verða: „Bjóddu þar, bjóddu hér, bjóddu þar, bjóddu hingað, bíddu hér, bíddu þar, bíddu hér, bíddu þar, hér nokkuð lítið, þar nokkuð lítið“ svo að þeir í burt gangi og á bak aftur falli, foreyðist, fjötraðir og fangaðir verði.
Af því þá heyrið nú Drottins, þér spottarar, þér sem drottnið yfir þessu fólki sem til Jerúsalem er, það þér segið svo: „Sáttmála höfum vér gjört við dauðann og samtök haft við helvítið. Nær eð vatnsflóðið að kemur þá mun það ekki yfir oss koma því að vér höfum lygina gjört oss að athvarfi og hræsnina vora hlífðarvernd.“
Þar fyrir segir Drottinn Drottinn: [ Sjá þú, að eg legg í Síon einn grundvallarstein, einn prófunarstein, einn kostulegan hyrningarstein sem vel er grundvallaður. Hver hann trúir sá flýr ekki. Og eg mun dóminn setja til mælissnöru og réttvísina til vigtar. Þá mun haglið það falska athvarfið fordrífa og vötnin skulu þeirri verndarhlífðinni í burt fleyta so að yðvar sáttmáli við dauðann verði laus og yðvart samtak við helvítið hafi öngvan stað. Og nær eð vatsflóðið kemur þá mun það yfir yður dynja, jafnsnart sem það kemur þá mun það yður í burt taka. Kemur það á morgni dags þá sker það að morgni dags, líka so einnin hvert það kemur daga eður nætur. Því að alleinasta þvingunin gefur skilninginn til að merkja orðið, það sængin er so þröng að þar veitir ekki af og ábreiðan svo stutt að þeir verða að kreppa sig þar undir. Því að Drottinn mun taka sig upp líka so sem á fjallinu Prasím og reiðast líka sem í dalnum Gíbeon so að hann gjöri sitt verk með einum öðrum hætti og það hann gjöri sitt erfiði með öðrum móti. [
Því látið nú af yðrum spéskap so að yðvar fjötran verði ekki harðari því að eg hefi heyrt eina foreyðslu og afmáning sem ske mun af Drottni Drottni Sebaót í allri veröldinni.
Látið yður í eyrum loða og heyrið mína raust, hyggið vel að því og heyrið mína ræðu. Hvort plægir eða erjar eður erfiðar einnin akurkarlinn með jafnaði sinn akur til kornsæðis? Er ei so að þá nær eð hann hefir gjört hann jafnsléttan þá sáir hann kornin og dreifir fræinu og sáir hveitinu og bygginu, einu sérhverju í þann stað eð hann vill hafa það og þær aðrar grasajurtir í sinn stað? Líka so agar þá þeirra Guð með dómi og menntar þá því að jurtafræið þreskist ekki með þustum, svo verður og ekki vagnhjólið dregið yfir kornsæðið heldur slá þeir það jurtrasæðið í burt af með einum vendi og þau smá frækornin með einum kepp. Þeir mala það so að þar gjörist brauð af og í sundurþreskja það ekki so með öllu að það verði að öngu, líka sem þá nær eð það yrði með vagnahjólum og hestafótum í sundurmarið. Svodan sker einnin af Drottni Sebaót. Því að hans ráð er dásamlegt og kemur því merkilegana af stað.