XXV.

Drottinn, þú ert minn Guð, þig vegsama eg, þitt nafn lofa eg því að þú gjörir stórmerki, þítt áform í frá fornum tíðum er trúanlegt og sannarlegt. [ Því að þú gjörir borgina að grjóthrúgu, þá sterku borgina að hún liggur niðurfallin í einni hrúgu, herbergin þeirra annarlegu so að það sé ekki lengur ein borg og hún verði aldrei meir uppbyggð.

Þar fyrir heiðrar þig eitt megtugt fólk, borginar voldugra þjóða þær óttast þig. Því að þú ert styrkleikur lítilmagnans, styrkleikur hins vesala í hörmunginni, eitt skjól fyrir stórveðrinu, einn skuggi fyrir ofurhitanum, nær eð víkingarnir ólmast sem annað hretviðri við einn húsvegg. Þú lægir hávaðann hinna annarlegra líka sem æðihitinn gjörir í heitum stað so það hitinn uppþurrki kvistuna víkinganna og skýin gefa þó samt skuggann.

Og Drottinn Sebaót mun gjöra öllu fólki upp á þessu fjallinu eitt feitt gestaboð, eitt gestaboð af kláru víni, af feiti, af merg, af dreggjarlausu víni. [ Og hann mun á þessu fjalli í burt taka líflæjuna þar eð allt fólk er með sveipað og þá byrgingina sem allar þjóðir eru með byrgðar því að hann mun dauðann burtsvelgja eilíflega. [ Og Drottinn Drottinn mun afþurrka tárin af allra andliti og hann mun í burt taka þá forsmán síns fólks í öllum löndum því að Drottinn hefur það talað.

Á þeim tíma mun sagt verða: Sjá þú, þar er vor Guð upp á þann vér vonum og hann mun hjálpa oss, það sama er Drottinn. Vér vonum upp á hann so það vér gleðjum oss og erum glaðir í hans hjálpræði. Því að hönd Drottins hvílist upp á þessu fjallinu. En Móab mun undir honum í sundurþresktur verða líka so sem hálmstrá það sundurþreskist og so sem jarðarleir. Og hann mun breiða út sínar hendur mitt undir þá líka so sem einn sundmaður breiðir þær út til sundsins og hann mun lægja þeirra vols meður armleggjum sinna handa og beygja þann styrkleikinn yðvarra hárra múrveggja og þá forminnka og í djúpt allt til jarðar niður fleygja.