XXI.

Þessi er sá þunginn yfir eyðimörkinni viður sjávarhafið. [ Líka so sem eitt stormviðri kemur úr suðri það er umsnýr öllum hlutum, so kemur það og líka út af eyðimörkinni, í burt úr einu ógurlegu landi. Því að mér er vísuð ein þung sýn, einn forsmánarinn kemur í móti öðrum, einn fordjarfarinn í móti öðrum. Drag upp hingað, þú Elam, umkringdu hana Madia! [ Eg vil einn enda gjöra á allri andvarpan. Þar fyrir eru mínar lendar fullar af hryggð og angist hefur höndlað mig so sem eina þá eð fæðir. Eg beygi mig þá eg heyri það og skelfist þá eg sé það. Mitt hjarta það skelfist við, ógnanin hefur hrætt mig, á nóttinni hefi eg þar öngva ró fyrir. Já, bú þú eitt matborð til, láttu vaka á varðhaldshólnum. Etið og drekkið, takið yður upp, þér höfðingjar, og berið feitt á skjölduna!

Því að Drottinn segir so til mín: Far þú og set einn tilsjónarmann og hvað hann sér þá segi hann þér það. En hann sér reiðmann ríða og renna á hestum, ösnum og úlfauldum og hefur gætur þar upp á með miklu athygli. Og eitt león kallaði. Drottinn, eg stend á daginn með jafnaði upp á vökuhæðinni og set mig upp á mitt varðhald um allar nætur. [ Þá sjá þú, að þar kemur sá sem sér lætur aka á einum vagni, hann gefur svar og segir: [ Babýlon er fallin, hún er fallin og allar líkneskjur hennar skúrgoða eru niðurslegnar til jarðar. Minn kæri kornláfi, þar eð eg þrekki upp á, hvað hefi eg heyrt af Drottni Sebaót, þeim Guði Ísraels, það sama kunngjöri eg yður.

Þessi er sá þunginn yfir Dúma. Til mín var kallað út af Seír: „Vökumaður, er [ nóttin ekki að mestu umliðin? Vökumaður, er nóttin ekki liðin?“ En vökumaðurinn sagði: „Þó morguninn komi þá mun það þó samt nótt vera, þó að þér spyrjið að því þá munu þér þó ígen koma og spyrja enn að því hinu sama í annað sinn.“

Þessi er sá þunginn yfir Arabia. [ Þér munuð byggja út í skóginum í Arabia, á veginum til Dódaním. Mætið hinum þyrsta og færið honum vatn, þér sem byggið í landinu Tema. Bjóðið fram brauðið þeim eð flýja því að þeir flýja fyrir sverðino, já, fyrir nöktu sverði, fyrir þeim uppspennta boga, fyrir þeim mikla ófriðnum. Því að so segir Drottinn til mín það enn á einu ári, líka so sem að eru árin daglaunarans, þá skal sú vegsemdarprýðin Kedar í burt sviptast og þeir bogmenn sem eftir eru orðnir af koppunum í Kedar skulu færri verða. Því að Drottinn Ísraels hefur það talað.