LXXII.

Fyri Salómoni

Guð, gef þú konunginum þinn dóm og þitt réttlæti kóngsins syni,

svo að hann stjórni þínu fólki með réttlæti og frelsi þína fátæka.

Láttu fjöllinn friðinn færa fólkinu og þá hálsana réttlætið.

Hann mun láta hina fátæku af fólkinu rétt ske og fátækum hjálpa og löstunarmennina sundurtroða.

Þig munu þeir hræðast æ meðan sólin og tunglið það varir, til í frá einni kynslóð til annarrar.

Ofan mun hann koma líka sem döggin yfir ullarreyfið, svo sem droparnir þeir eð væta jörðina. [

Á hans dögum mun blómgast sá hinn réttláti og gnótt friðarins þangað til það tunglið er ei meir.

Hann mun drottna frá einu hafinu til annars og frá [ vatsfallinu allt til veraldarinnar enda.

Fyrir honum munu krjúpa þeir sem á eyðimörkunum eru og hans óvinir munu jarðarduftið sleikja.

Kóngarnir við sjávarhafið og í eyjönum munu honum skenkingar færa, kóngar úr ríki Arabia og Saba munu honum gjafir til flytja.

Allir konungarnir munu tilbijða hann, allar þjóðir munu honum þjóna.

Því að hann mun frelsa hinn fátæka þann eð kallar og hinn fáráða sem öngvan hjálparmann hefur. [

Hann mun líknsamur vera hinum lítilmagna og volaða og sálum þeirra fátæku mun hann hjálpa.

Hann mun þeirra sálir út af svikræðinu og ofríkinu frelsa og þeirra blóðdreyri mun dýrmætur haldinn verða fyrir honum.

Hann mun lifa og menn munu honum gefa af gullinu úr ríki Arabia og með jafnaði munu menn fyrir honum tilbiðja, daglegana munu menn lofa hann.

Á jörðunni ofan á fjöllum mun þykkt standa af korni, þess ávöxtur mun skjálfa sem Líbanon og frjóvgast í stöðunum sem grasið á jörðu.

Hans nafn mun blífa um aldur og ævi, æ svo lengi sem það sólin varir þá mun hans nafn ná út yfir alla eftirkomendurnar og munu blessaðir verða fyri hann, allar þjóðir munu hann vegsama.

Lofaður sé Guð Drottinn, Guð Ísraels, hann sá eð einn gjörir dásemdarverkin

og blessað sé hans dýrðarlega nafn eilíflegana og öll lönd þau uppfyllist með hans dýrð. Amen. Amen.

Hér endast bænir Davíðs sonar Ísaí.