LIX.

Gyllini klenodium Davíðs (að hann glataðist ekki) þá Saul sendi og lét geyma hús hans þá hann vildi drepa hann [

Frelsa mig, minn Guð, í frá óvinum mínum og hlíf mér fyrir þeim sem setja sig upp á móti mér.

Frelsa þú mig frá þeim illræðismönnum og hjálpa mér í frá þeim blóðgírugum.

Því að sjá þú, Drottinn, þeir umsitja að veiða mína sálu, hinir voldugu veita mér árásir fyrir utan minn tilverknað og misgjörning.

Þeir hlaupa án míns ills tilverknaðar og búa sig út. Rís upp og kom í móts við mig og sjá þú þar til.

Þú, Drottinn Guð allsherjar, Guð Ísraels, vakna upp að vitja heim allra þjóða, vert ekki neinum miskunnsamur af þeim sem svo illmannlega breyta. Sela.

Í kvöldtíma þá láttu þá þar aftur einnin ýla sem hunda og í borginni um kring hlaupa.

Sjá þú, þeir þvætta sín á milli, sverð eru í þeirra vörum: „Hver skyldi [ heyra það?“

En þú, Drottinn, munt hæða að þeim og að háði hafa allar heiðnar þjóðir.

Fyrir þeirra [ magt þá held eg mig að þér því að Guð er mitt verndarhlíf.

Guð hann tjáir mér [ nóglegana sína miskunnsemi, Guð lætur mig sjá mína vild á mínum óvinum.

Í hel slá þá ekki so að mitt fólk forgleymi því ei en í sundurdreif þeim með þinni magt, Drottinn vor hlífðarskjöldur, og steyp þeim niður í grunn.

Lærdómur þeirra er ei utan synd og í sinni drambsemi blífa þeir samt og prédika ekki nema bölvan og lygar.

Afmá þú þá án allrar miskunnar, afmá þú þá so að þeir séu ekkert og formerki það að Guð sé stjórnari yfir Jakob og út í öllum áttum veraldarinnar. Sela.

Að kvöldi lát þú þá þar aftur einnin ýla sem hunda og í borginni um kring hlaupa.

Lát þú þá hingað og þangað eftir matnum renna og mögla nær eð þeir verða ei mettir.

En eg vil út af þinni magt syngja og árla prísa þína miskunnsemi því að þú ert mín hlífðarvernd og athvarf í minni neyð.

Þér, minn Guð, vil eg lofsyngja því að þú, Guð, ert mín verndarhlíf og minn miskunnsamur Guð.