XLII.

Einn menntunarsálmur sona Kóra að syngja fyrir

?líka sem það hjörturinn kallar eftir fersku vatni, so kallar mín sála, Guð, til þín.

Mína sálu hana þyrstir eftir Guði, eftir þeim lifandi Guði. Hvenær mun eg þangað komast það eg sjái [ Guðs andlit?

Mín tár þau eru mín fæðsla nótt og dag með því að daglega verður til mín sagt: „Hvar er nú þinn Guð?“

Nær eð eg hugsa þar til þá úthelli eg nmínu hjarta hjá sjálfum mér því að eg vildi gjarnan með þeim flokknum burt ganga og með þeim fara til Guðs húss með gleðskap og þakkargjörð, já með þeim fjöldanum sem að hátíðina heldur.

Því ertu, sála mín, so hrygg og hvar fyrir angrar þú mig þannin?

Treystu á Guð því að eg mun honum enn þakkir gjöra það hann hjálpar mér með sínu [ augliti.

Minn Guð, sála mín er sorgbitin í mér, þar fyrir minnist eg á þig í landinu [ Jórdanar og Hermoním, á því smáfjalli.

Þín vatsföll dynja þaðan so það forsar yfir fossa niðja hér á, allar þínar vatsöldur og bylgjur ganga lukt yfir mig.

Drottinn hefur á deginum heitið sinni miskunn og á náttartíma syng eg honum lof og bið til Guðs míns lífgjafara.

Eg segi til Guðs míns styrktarbjargs: „Hvar fyrir gleymir þú mér? Því hlýt eg að ganga so sorgfullur þá að minn óvin hann þvingar mig?“

Það er svo sem morð í mínum beinum það mínir óvinir skamma mig, þá er þeir segja daglegana til mín: „Hvar er nú þinn Guð?“

Því ert þú, sála mín, so sorgfull og hvar fyri angrar þú mig þannin?

Treystu á Guð því að eg mun honum enn þakkir gjöra það hann er míns [ auglits hjálpari, minn Guð.