XXXII.

Menntunarfræði Davíðs

Sælir eru þeir hverjum að misgjörðirnar eru fyrirgefnar og þeir hverja syndir að eru huldar. [

Sæll er sá maður hverjum Drottinn tilreiknar ekki syndina, í hvers anda það engin flærð er.

Því að þá eg vildi hafa [ þagað þá urðu mín bein máttlaus af minni daglegri kveinan.

Því að þín hönd var nótt sem dag þung yfir mér so að mín vökvan uppþornaði svo sem á sumarþerrir. Sela.

Þar fyrir meðkenni eg mínar syndir og dreg ekki dulur á minn misgjörning. Eg sagða: „Játa vil eg Drottni mínar yfirtroðslur.“ Þá fyrirgafst þú mér þann misverknað minnar syndar. Sela.

Þar um munu allir heilagir þig biðja í hagkvæman tíma, þar fyrir nær eð flóðið mikilla vatna það kemur þá náir það hvergi til hinna sömu.

Þú ert mitt athvarf, varðveit mig fyrir angist að eg so frelsaður með öllu glaðvær kunni að prísa þig. Sela.

Eg vil undirvísa þér og vísa þér þann veginn sem þú átt að ganga, eg vil með mínum augum leiða þig.

Verið ekki so sem hestar og múlar í hverjum það enginn skilningur er, hverjum menn verða bitil og beisl í munn að leggja nær eð þeir vilja ekki til þín.

Sá hinn óguðhræddi hefur margar plágur en hver eð hann vonar á Drottin þann sama mun miskunnsemi umkringja.

Gleðjið yður í Drottni og verið glaðir, þér réttlátir, og hrósið þar af, allir réttferðugir í hjarta.