XXX.
Sálmur til að syngja fyrir
Þá húsið Davíðs var vígt
Eg prísa þig, Drottinn, því að þú hefur upphafið mig og þú lætur ekki mína óvini fagna yfir mér.
Drottinn Guð minn, þá eg kallaði til þín þá gjörðir þú mig heilbrigðan.
Þú, Drottinn, hefur mína sálu útleitt af helvíti og þú lést mig lifa þar eð hinir fóru ofan í dauðans pytt.
Þér heilagir, syngið lof Drottni, þakkið honum og prísið hans [ helgidóm.
Því hans reiði varir um augabragð og hann hefur lysting til [ lífsins, um kveldtímann varir gráturinn en að morni dags fögnuðurinn.
En eg sagði þá eð mér gekk vel: „Aldrei mun eg skeika.“
Því þú, Drottinn, veitir staðfestu mínu bjargi með þinni þóknan en þá eð þú byrgðir þitt andlit gjörðist eg skelfdur.
Eg vil, Drottinn, kalla til þín, Drottin vil eg grátbæna.
Hver nytsemd er að mínu blóði þá eg em dauður? Hvert mun moldin nokkuð þakka þér og boða þinn sannleik?
Heyr þú, Drottinn, og vert mér miskunnsamur, Drottinn, vertu minn hjálpari.
Mínum sorgargráti hefur þú snúið í dans, þú hefur minn hryggðarsekk í sundur slitið og umgyrt mig með fagnaði.
Svo það mín [ dýrð syngi þér lof og þagni ekki, Drottinn Guð minn, að eilífu vil eg þér þakkir gjöra.