XXIX.
Sálmur Davíðs
Færið hingað Drottni, þér voldugir, [ færið hingað Drottni dýrðina og styrkleikann.
Færið hingað Drottni dýrðina hans nafns, tilbiðjið Drottin í heilögum skrúða.
Raustin Drottins gekk yfir vötnin, Guð dýrðarinnar lætur reiðarþrumurnar slá, Drottinn yfir miklum vötnum.
Rödd Drottins gengur með krafti, rödd Drottins fer dýrðarlega.
Rraustin Drottins hún í sundur brýtur sedrusviðinn, Drottinn hann í sundur brýtur sedrustrén í Líbanon
og lætur þau stökkva upp sem annan kálf, Líbanon og Sirjon sem einn ungan einhyrning.
Raustin Drottins hún sundrar sem eldslogi.
Raustin Drottins skelfir eyðimörkina, raustin Drottins hrærir eyðimörkina Kades.
Raustin Drottins skelfir hindurnar og sneyðir skógana og í hans musteri mun honum hver sem einn loflega dýrð segja.
Drottinn hann situr til að gjöra vatsflóðið og Drottinn hann blífur einn konungur að eilífu.
Drottinn mun gefa kraft sínu fólki, Drottinn hann mun blessa sitt fólk með [ friði.