XXVI.

Sálmur Davíðs

Lát þú mig rétt ske, Drottinn, því að eg em saklaus, eg vona upp á Drottin, þar fyri mun eg ekki falla.

Reyn þú mig, Drottinn, og rannsaka mig, hreinsa mín nýru og mitt hjarta.

Því að þín miskunn er fyrir mínum augum og eg geng í þínum sannleik.

Eg sit ekki á ráði hjá þeim hégómamönnum og ekkert samlag hefi eg við hina fláráðu.

Eg hata samkundu þeirra hinna illgjörnu og sit ekki hjá óguðhræddum.

Eg þvæ mínar hendur með sakleysi og held mig, Drottin, til þíns altaris

svo að eg heyri þar raust þinnar lofgjörðar og framtelji þar allar þínar dásemdir.

Drottinn, eg elska staðinn þíns [ húss og þann stað þar eð þín dýrð býr.

Tortýn ekki sálu minni með þeim syndugu og ekki heldur lífi mínu meður þeim blóðþyrstugu

í hverra höndum það illskuverkin eru og þeir þiggja gjarnan fégáfur.

En eg geng í mínu sakleysi, frelsa þú mig og vert mér miskunnsamur.

Minn fótur hann stendur á réttum vegi, þig vil eg lofa, Drottinn, í samkundunum.