XVI.

Eitt gyllini klenodium Davíðs

Varðveit mig, Guð, því að eg treysti upp á þig.

Eg sagði til Drottins: „Þú ert Drottinn, eg hlýt að líða fyrir þínar sakir.“

Fyrir þá heilögu sem á jarðríki eru og fyrir þá dýrlegu, á þeim hefi hefi eg alla mína þóknan.

En þeir hinir aðrir sem eftir hinum öðrum stunda munu mikið hjartans angur líða. Eg vil ekki færa þeirra drykkjarfórnir með [ blóðinu, ekki heldur taka þeirra [ nafn mér í munn.

Drottinn er mín arfleifð og mitt hlutskipti, þú ert sá sem mér varðveitir mína hlutdeild.

Hlutur féll mér í lystilegum stað og hin besta arfleifðin hlotnaðist mér.

Eg lofa þann Drottinn sem mér gaf ráð, líka tyfta mig einnin mín nýru á nætur.

Alla tíma hefi eg Drottin mér fyrir augum því hann er mér til hægri handar, þar fyrir mun eg stöðugur blífa.

Þar fyrir gleður sig mitt hjarta og mín [ dýrð er glaðvær, svo mun og einnin mitt hold í voninni hvílast.

Því að ei muntu mína önd yfirgefa í helvíti og ei láta þinn heilaga rotnan sjá.

Þú gjörðir mér kunnan veginn til lífsins, fyrir þinni augsýn er gnótt fagnaðarins og gleðilegt líf til þinnar hægri handar eilíflegana.