XXXV.

Og Elíhú svaraði og sagði: [ „Heldur þú það fyrir réttindi að þú segir: Eg er réttlátari en Guð? Því þú segir: Hver er sá að neins sé verður fyrir þér? Hvað hjálpar mér það þó eg gjöri mig fyrir utan synd? Ekki vil eg svara þér einu orði og þínum vinum með þér. Skoða þú himininn og sjá þú og hygg að þeim skýjunum sem eru hærri en þú. Ef þú syndgast, hvað kannt þú við hann að gjöra? Og þó að þínar misgjörðir séu margar, hvað kannt þú honum að gjöra? Og þó að þú sért réttvís, hvað kannt þú að gefa honum? Eða hvað skal hann þiggja af þínum höndum?

Einum manni líka sem þú ert kann þín illska eitthvert að gjöra og þín réttvísi einu mannsins barni. Þeir hinir sömu fá vel kallað nær eð þá sker nokkurt ofríki og kveina vegna armleggjanna þeirra foringjanna. Þeir ekki neitt skeyta um það: Hvar er Guð, minn skapari, hann sem gjörir þann [ sönginn á nóttinni? Hann hver eð gjörir oss lærðari en þann fénaðinn á jörðunni og hyggnari en þá fuglana undir himninum. Og þeir munu og einnin kalla yfir drambseminni þeirra hinna illskufullu og hann mun ei bænheyra þá. Því að Guð það ekki heyrir sem hegómlegt er og sá Hinn almáttugi mun ekki álíta það. Þar að auk þá segir þú að ei munir þú hann sjá. En þar er einn dómur fyri honum, bíð þú hans aðeins. Þó að hans reiði sæki þig ei snarlega heim og taki sér það svo bráðlega til að þar eru margir háðungarmenn. Þar fyrir hefur Job upplokið sínum munni forgefins og framborið drambsöm orð með skilningsleysi.“