XXXIIII.
Og Elíhús svaraði og sagði: [ „Heyri þér, hinir vísu, mín orð og þér hinir skynsömu, hyggið að. Því að eyrað það prófar málið og munnurinn smakkar matinn. Látum oss útvelja einn dóm svo vér megum þekkja á meðal vor hvað gott er. Því Job sagði: eg er réttvís og Guð hann afneitar mér mínum rétti. Eg hlýt að ljúga þó eg hafi satt, eg er svo kvalinn af [ sjálfs míns skeytum, þó að eg hafi þar öngva forþénan til. Hvar er einn þvílíkur sem Job hann hver eð inndrekkur háðungina líka sem vatn og gengur á veginum með þeim illvirkjunum og er í ferð með því óguðlega fólkinu? Því að hann sagði: Þó enginn sé enn saklaus þá er hann þó samt einskisverður fyrir Guði.
Þar fyrir þá hlýðið mér, þér hyggnu menn. Langt er frá því að Guð hann skyldi ranglátur vera og sá Hinn almáttugi óréttferðugur. Heldur so: Hann launar manninum eftir því sem hann hefur forþént til og endurgeldur hverjum eftir sínum gjörningi. Vissulega fordæmir Guð öngvan með rangindum og sá Hinn almáttugi beygir ekki réttinn, hann hver eð hefur tilskipað það sem á jörðunni er og hann hver eð hefur sett allt jarðríkið. Þar sem han vildi og enn ásetja sér það þá fengi hann vel samansafnað öllum sálum og öndum til sín. Allra hold það mundi forganga hvert með öðru og maðurinn mundi verða að ösku aftur.
Hafir þú nú skilninginn þá hlýddu því og hygg að raustinni minnar orðræðu. Skyldi nokkur þar fyrir að þvinga réttinn þó að hann sjálfur hati hann? Og þó að þú sért stoltur skyldir þú þá þar fyrir fordæma hinn réttferðuga? Skyldi nokkur það segja til konungsins: Þú fáfengur maður! og til höfðingjanna: Þér hinir óguðlegu? Hann þó sem ekki álítur manngreinarmuninn höfðingjanna og ber ekki meiri kennslu á hinn forkostulega heldur en á þann fátæka því að þeir eru allir hans handaverk. Menn verða að deyja skyndilega, skelfast og forganga á miðnættinu, hinir öflugu verða máttlausir í burt teknir. Því að hans augu sjá hvers manns vegu og hann sér allra þeirra fótspor. Þar er enginn sú þoka eða myrkur hvar eð illvirkjarnir kunna að fela sig í því það er öngvum leyfilegt að ganga í réttlætisdóm við Guð.
Hann fyrirkemur svo mörgum kostulegum svo að þeir eru óteljandi og innsetur aðra í staðinn þeirra af því að hann þekkir þeirra verk vel og umvendir þeim á náttartíma svo þeir verða í sundur slegnir. Þeim óguðhræddu fleygir hann saman í eitt þar eð það verður helst séð af því að þeir viku í burt frá honum og skildu ekki neitt af hans vegum so að kallið hinna fátækra hlaut að koma fyrir hann og hann heyrði þá kveinan hins nauðþurftuga. Hvenær eð han gefur friðinn, hver vill þá fordæma? Og nær eð hann skýlir andlitinu, hver mun þá geta séð hann á meðal fólksins og alþýðunnar? Og hann lætur einn hræsnara ríkja yfir þeim til að [ þyngja almúgann. [
Eg hlýt að tala svo sem upp á Guðs vegna og get þar eigi látið. Hafi eg ekki sagt rétt þá kenn þú mér betur, hafi eg og handtérað óréttilegana þá vil eg ekki lengur so gjöra. Eg vænti andsvarsins af þér því þú forleggur alla hluti og þú hefur það uppbyrjað en ekki eg. Ef þú veist nokkuð þá seg þú það fram. En Job hann talar óskynsamlegana oghans orð eru ekki af skilningi. Minn faðir, láttu Job reyndan verða allt til æviloka fyrir það hann snýr sér til ranglátra manna. Hann hefur og umfram sína synd guðlastað. Þar fyrir lát hann plágaðan verða á meðal vor og það hann hafi svo síðan mikla ákæru við Guð.“