XV.
Þá svaraði Elífas af Teman og sagði: [ „Skal einn vís maður tala so uppblásin orð og fylla sinn kvið so upp af fánýtum orðum? Þú straffar með orðum þeim sem ekki kveður að og þín orðræða er ekki nytsamleg. Þú lætur óttann fara og talar nógu forsmánarlega fyrir Guði. Því að þitt ranglæti sjálfs kennir þínum munni það og þú hefur kjörið þér eina guðlöstunartungu. Þinn munnur mun fordæma þig en ekki eg, þínar varir munu gefa þér svar. Hvert ert þú sá maður sem fyrstur er fæddur? Ert þú sá er getinn er áður en öll fjöllin voru? Hefur þú heyrt Guðs heimuglegt ráð og er sjálf spekin minniháttar en þú? Hvað veist þú það að vér vitum ekki? Hvað skilur þú það að vér skynjum ekki? Þar eru bæði gráhærðir og gamlir á meðal vor sem enn lengur hafa lifað en þínir forfeður.
Skyldi Guðs hugsvalan svo lítilsverð fyrir þér? [ En þú hefur enn einhvers staðar nokkuð leynilegt hjá þér. Hvað ásetur hjarta þitt sér? Því sér þú svo hofmóðugt út? Því setur þitt sinni sig svo hofmóðugt á móti Guði að þú lætur soddan orðbragð framganga af þínum munni? Hvað er maðurinn þess að hann skyldi vera hreinn og að sá skyldi vera réttferðugur sem af kvinnu er fæddur? Sjá þú, að þar er enginn ströffunarlaus á meðal hans heilagra og himnarnir eru ekki hreinir fyrir honum, hversu miklu síður mun þá maðurinn sem so herfilegur er og fáfengur hver inndrekkur ranglæti svo sem annað vatn? Eg vil sýna þér það, hlýð þú mér að og eg vil framtelja þér það hvað eg hefi séð, hvað hinir vísu hafa sagt og það var ekki fólgið fyrir þeirra forfeðrum. Þeim hverjum alleina að landið er gefið svo að enginn framandi gangi þar í gegnum.
Hinn óguðlegi bifast um alla sína daga og víkingsins áratala er honum hulin. Hvað hann heyrir það skelfir hann og enn þó að það sé friðsamlegt þá hræðist hann þó fordjarfarans komu. Hann trúir það ekki að hann muni geta flúið ógæfuna og ætíð væntir hann sverðsins. Hann fer út að leita sinnar fæðslu hér og þar, þá þykir honum jafnan að hans ógæfustund sé fyrir höndum. Angist og ánauð skelfir hann og fellir hann líka sem annar stríðskóngur með herliði af því að hann hefur útrétt sína hönd á móti Guði og tekið sig upp á móti Þeim almáttuga. Hann hleypur með höfðinu á móti honum og stríðir í gegn honum með harðsvíruðum hnakka. Hann keyrir sig fram sem annar ístrumagi og elur sig feitan og þykkvan.
En hann mun búa í foreyddum stöðum sem að engin hús eru heldur þar hvar eð þau liggja öll í einni hrúgu. Hann mun og ekki auðigur verða og hans góss mun ekki staðfast vera og hans lukka mun ekki útbreiða sig í landinu. Ógæfan mun ekki víkja frá honum, eldsloginn mun uppþurrka hans kvistu og uppsvelgja þá með blástri síns munns. Hann fær ei staðist því hann er svikinn í sjálfs síns sérgæði og hégóminn mun verða hans verðkaup. Hann mun þá fá enda eð honum vest gegnir og hans afkvistir munu ekki blómgast. Hann mun burt plokkaður verða sem annað visið ber af víntrénu og líka sem annað olíutré sem af sér fellir sitt blómstur. [ Því að hræsnarans samansafnan mun einmana blífa og eldurinn mun foreyða þeirra húsum sem mútur þiggja. Hann gengur þungaður með ógæfuna og fæðir armæðuna og þeirra búkur ber svik.“