IX.
Job svaraði og sagði: [ „Já, eg veit það næsta vel að það er so að maðurinn kann ekki réttferðuglega að standa á móti Guði. Hafi hann lysting til að þrátta við hann þá kann hann ekki að svara honum einu í mót þúsund. Hann er vitur og megtugur, hverjum lukkaðist það nokkurn tíma vel sem setti sig á móti honum? Hann færði fjöllin úr stað áður en þau verða vör við það, þeim eð hann umturnar í sinni reiði. Hann hrærir landið úr sínum stað svo að þess stólpar hristast. Hann segir til sólarinnar þá hún kemur eigi upp og hún innsiglar stjörnurnar. [ Hann alleina útbreiðir himininn og gengur á bylgjum sjávarins. Hann gjörir þann Vagninn á himninum, þann [ Óríon og Sjöstjörnurnar í móti suðrinu. Hann gjörir mikla hluti og órannsakanlega og óteljanlegar dásemdir.
Sjá þú, hann gengur fram yfir mig fyrr en eg varð þess vís og umskiptir sér fyrr en eg formerki það. Sjá þú, nær eð hann líður skyndilega í burt, hver fær sótt hann aftur? Hver vill segja til hans: Hvað hefst þú að? Hann er Guð, enginn kann að stilla hans reiði, hinir [ stoltu herrarnir hljóta að lúta undir hann. Hvernin skyldi eg þá svara honum eður finna orð á móti honum? Einnin þó eg hefða rétt þá kann eg þó ekki heldur honum svar að gefa, utan eg hlýt að biðja um minn rétt. En þó eg kalli til hans og hann heyri þá trúi eg þó að hann heyri ekki mína raust. Því að hann fer yfir mér með stormviðri og veitir mér marga ákomu fyrir sakleysi. Hann lætur minn anda ei ná að endurnæra sig heldur uppfyllir hann mig af harmkvælum.
Verði magtarinnar leitað þá er hann megtugur, verði réttarins krafið, hver vill vera minn vitnismaður? Segi eg það að eg sé réttvís þá fordæmir hann mig þó samt. sé eg meinlaus þá gjörir hann mig þó sakaðan. Sé eg réttlátur þá þorir þó mín sála ekki að taka sér það til. Eg hirði ekki um að lifa lengur. Það er það eina sem eg hefi sagt: Hann foreyðir bæði saklausum og sökuðum. Nær eð hann tekur til að húðstrýkja þá þrengir hann jafnsnart fram til dauðans og hlær að freistingum hinna meinlausu. En landið verður gefið í hendur hins ómilda að hann vilji niðurþrykkja þeirra dómendur. Er það eigi svo hvernin skyldi það öðruvísi vera?
Mínir dagar hafa verið fljótari en nokkur hlaupari, þeir eru í burt flúðir og hafa einskis góðs áskynja orðið. Þeir eru í burt gengnir líka sem þau sterku skipin, líka sem það örnin burt flýgur til bráðar. Nær eg þenkti að eg vilji gleyma mínum harmi og láta mína breytni umlíða og endurlífga mig þá kvíði eg samt við öllu mínu kvalræði af því að eg veit það að þú heldur mig ekki saklausan. Ef eg er óguðlegur, hvar fyrir hefi eg þá þessa plágu til forgefins? Þó að eg þvægi mig upp í snjóvatni og hreinar gjörði mínar hendur í brunninum, þá dýfir þú mér mitt niður í saurinn og mín [ föt munu þá fara mér svívirðilega. Því að hann er ekki minn líki þeim eg mætti svara svo að vér kæmum saman fyrir dóminn. Þar er enginn sá maður oss kunni skilja, eigi heldur sá sem kann að leggja sína hönd á millum okkar beggja. Hann taki sinn vönd af mér og í burt láti af mér sína hrelling svo að eg megi tala og þurfi ekki að hræðast fyrir honum, elligar kann eg ekki fyrir mig nokkuð að gjöra.