V.
Nefn þú mér einn. Hvað gildir þú finnur öngvan? Sjá þig um kring eftir nokkurs háttar [ heilögum. Fávísan mann þá fær vel reiðin til heljar dregið og vandlætingin getur heimskum í hel komið. Eg sá einn galinn gróðursettan og eg bölvaði strax hans heimili. Hans börn skulu fjarlæg vera hjálpræðinu og þau skulu sundurslást í borgarhliðunum so að þeim mun enginn hjálp veita. Hinir [ hungruðu skulu uppeta hans haustvinnu og hinir hervopnuðu skulu heimsækja hann og þeir inu þyrstu þá skulu upp drekka hans góss. Því að armæðan uppsprettur ekki úr [ jörðunni og ógæfan vex ekki úr akrinum heldur svo: Maðurinn fæðist til ógæfunnar líka sem það fuglarnir upphefjast til að fljúga.
Þó vil eg nú tala um Guð og skýra út af honum, hann sem gjörir mikla hluti og órannsakanlega og þær dásemdir sem ekki kunna að teljast, hann sem gefur regnið á jörðina og lætur vatnið koma á veguna, hann sem upphefur hina niðurþrykktu og upp hjálpar hinum harmþrungna, hann hver eð ónýtir ráðagjörðir þeirra illklóku svo að þeirra hönd fær því ekki af stað komið. Hann höndlar hina vísu í þeirra slægsmunum og umveltir ráðum rangferðugra svo að þeir hlaupa um dagana í myrkrinu og fara fálmandi um miðdegið líka sem á nóttinni. Hann frelsar hinn volaða frá sverðinu og í frá þeirra munni og í frá hendi voldugra. Og hann er vonin hins fátæka svo að mannillskan hlýtur að halda sínum munni til samans.
Sjá þú, sæll er sá maður sem Guð leggur hirting á, þar fyrir þá fyrirlít ekki hirtingina Hins almáttuga. Því hann særir og græðir, hann slær og hans hönd læknar það. [ Hann mun frelsa þig út af þeim sex harmkvælum og í því hinu sjöunda mun ekki neitt illt áhræra þig. Á hallæristíðinni mun hann frelsa þig frá dauðanum og í stríðinu frá sverðsins hendi. Hann mun skýla þér fyrir keyri tungunnar svo þú hræðist ekki fordjörfunina nær eð hún kemur, í foreyðslunni og hungrinu munt þú hlæja og fyrir villudýrunum í landinu eigi hræddur vera heldur mun þinn [ sáttmáli vera við steinana á foldunni og þau villudýrin í landinu munu halda frið við þig. Og þú munt formerkja að þín tjaldbúð hefur frið og þú munt útvega það hvað heyrir til þíns heimilis og syndgast ekki. Og þú munt þess var verða að þitt sæði mun margfaldlegt blífa og þitt afkvæmi sem gras á jörðu. Og þú munt í elli ævinnar koma til grafarinnar líka sem hveitikornsbindini innflyst á sínum tíma. sjá, það höfum vér rannsakað og það er og svo. Hlýð þessu og legg það vel í minni.“