III.
Eftir þetta gjörði Assverus kóngur Aman megtugan. [ Hann var sonur Medata, Agagither, og upphóf hann og setti hans sæti upp yfir alla höfðingja sem hjá honum voru. Og allir kóngsins þénarar sem voru í kóngsins porti beygðu sín kné og tilbáðu Aman því kóngurinn hafði so boðið. En Mardokeus beygði ekki sín kné, tilbað hann og ekki. Þá sögðu kóngsins sveinar Mardokeo sem voru í kóngsins porti: „Því brýtur þú kóngsins boð?“ Og sem þeir sögðu það daglega til hans en hann vildi ekki hlýða þeim að þá undirvísuðu þeir þetta Aman að þeir vildu reyna hversu staðfastur Mardokeus væri í þessu, því hann hafði sagt þeim að hann væri Gyðingur.
Og sem Aman sá að Mardokeus beygði ekki sín kné fyrir honum og vildi ekki tilbiðja hann varð hann bólginn af reiði. Og honum þótti einskisvert að leggja sínar hendur á Mardokeum alleina því þeir höfðu undirvísað Aman fólk Mardokei, heldur hugsaði Aman að fyrirkoma Mardokei fólki, öllum Gyðingum sem að voru í öllu Assverus kóngsríki. Á þeim fyrsta mánuði, það er sá mánuður níssan, á tólfta ári Assveri kóngs, var hlutfalli kastað fyrir Aman frá einum degi til annars og frá þeim mánuði og til þess tólfta mánaðar sem var sá mánuður adar. [
Og Aman sagði til Assverus kóngs: [ „Hér er eitt fólk og dreifist út á meðal allra þjóða í öllum löndum þíns ríkis og þeirra lögmál er fráleitara en allra annarra þjóða og þetta fólk breytir ekki eftir kóngsins lögmáli og eigi er það líðanlegt kónginum að láta það so fara. Og ef að kónginum virðist svo þá skrifi hann að þetta fólk sé drepið. Svo vil eg vega tíu þúsund centener silfurs í embættismanna hendur svo það leggist í kóngsins fésjóð.“ Þá tók kóngurinn sinn hring af sinni hendi og fékk Aman syni Medata Agagither, óvin Gyðinga. Og kóngurinn sagði til Aman: „Það silfur skal þitt vera og svo fólkið svo þú gjörir við það hvað þér líkar.“
Þá voru kallaðir kóngsins skrifarar, á þrettánda degi þess fyrsta mánaðar og það var skrifað svo sem Aman bífalaði til allra kóngsins höfðingja og til landsins fóvita hér og þar í öllum löndum og til höfðingja sérhverrar þjóðar í löndunum hér og þar eftir ríki og tungumáli sérhvers fólks undir Assveri kóngs nafni og var innsiglað með kóngsins hring. [ Og þessi bréf voru útsend fyrir hlaupara um öll lönd kóngsins að menn skyldu afmá, drepa og í hel slá alla Gyðinga, bæði unga og gamla, börn og konur, á einum degi, sem er á þrettánda degi í þeim tólfta mánuði, það var sá mánuður adar, og að ræna öllum þeirra auðæfum.
So var nú hljóðandi þessi skrift að þeim var bífalað í öllum löndum að birta þetta fyrir öllu fólki, að það skyldi vera reiðubúið á þeim sama degi. [ Og hlaupararnir gengu með skyndi af stað eftir kóngsins skipan. Og eitt boð var uppslegið á sjálfu slotinu Súsan. Og kóngurinn og Aman sátu og drukku en borgin Súsan sturlaðist.