IIII.

En þegar Saneballat frétti þetta að vér byggðum upp múrinn varð hann styggur og mjög reiður, hæddi Gyðingana og sagði sínum bræðrum og þeim megtugum í Samaria: [ „Hvað gjöra þeir vanmegtugu Gyðingar? Eða skal þeim líðast þetta? Skulu þeir offra? Skulu þeir þvílíkt framkvæma á einum degi? Skulu þeir þá steina lifandi gjöra sem ekki eru annars en forbrennd öskudyngja?“ En Tobías Ammoniter sem var næstur honum sagði: [ „Látið þá byggja – ef að refar fara þangað, þeir skyldu vel geta rifið niður þeirra steinveggi!“

Heyr, vor Guð, hversu vér erum forsmáðir! Lát þú spott þeirra koma þeim í koll og gef þá í forsmán í þeirra herleiðingarlandi. Lát ekki hyljast þeirra misgjörninga og afmá ekki þeirra syndir fyrir þér. Því að þeir hafa sturlað byggingarfólkið. En vér byggðum múrinn og settum hann aldeilis saman og til hans hálfrar hæðar og fólkið fékk hugarhressing til að erfiða.

Þá Saneballat, Tobía og þeir Arabi og Ammoniter og Asdoditer heyrðu það að múrinn í Jerúsalem var endurbættur og þeir voru teknir til að bæta það sem brotið var urðu þeir mjög reiðir. [ Og allir þeir bundu með sér eitt ráð að þeir vildu koma og stríða á mót Jerúsalem og gjöra þeim umsátur þar inni. En vér báðum til Guðs vors og settum vökumenn og vaktara yfir múrnum nótt og dag í móti þeim. Þá sagði Júda: „Menn eru þreyttir af byrðum en moldir eru miklar svo vér getum ekki byggt upp á múrnum.“ Vorir mótstandarar sögðu: „Þeir skulu hverki sjá né vita af fyrr en vér komum mitt á millum þeirra og sláum þá í hel svo að hindrist þeirra gjörningur.“

En þá þeir Gyðingar sem bjuggu hjá þeim komu vel tíu sinnum til vor og sögðu oss þetta úr öllum áttum þar þeir bjuggu í kringum oss þá skipaði eg fólkinu niður á bak við múrinn í grafirnar eftir þeirra ætterni með þeirra sverðum, spjótum og bogum. Og eg sá til og tók mig upp og sagða til ráðsherrana og höfðingjanna og til fólksins: „Óttist þá ekki. Þenkið á þann mikla og ógurlega Guð og stríðið fyrir yðar bræður, syni, dætur, kvinnur og heimili.“

En þá vorir óvinir heyrðu að vér vorum orðnir þessa vísir þá gjörði Guð þeirra ráðagjörð að öngvu. En vér allir snerum til múrsins aftur, hver til síns arfiðis. Og það skeði eftir þann dag að hálfpart af þeim ungu mönnum erfiðuðu en annar helmingur af þeim hélt á spjótunum, sverðunum, bogunum, skjöldum og brynjum. [ Og þeir yppustu stóðu til baka af öllu Júda húsi. Þeir sem byggðu upp múrinn og báru byrðar frá þeim sem lögðu upp á þá, með einni hendi frömdu þeir arfiði en með annarri héldu þeir á vopnunum. Og allir þeir sem voru að byggja höfðu sín sverð bundin við síðu og byggðu so. En sá sem blés í básúnuna, hann stóð hjá mér.

Og eg sagða til ráðsherranna og þeirra yppörstu og þess annars fólks: „Þessi gjörningur er mikill og víður en vér erum aðskildir langt hver frá öðrum upp á múrnum. Þar fyrir í hverjum stað sem þér heyrið nú lúðurinn gella þá safnist þangað til vor. Vor Guð mun berjast fyri oss. So viljum vér arfiða upp á vorn gjörning.“ Og helmingur fólksins hélt á vopnunum frá því að dagaði á morna og allt til kvelds þá stjörnur sáust. Og eg sagða til fólksins í þann tíma að hver og einn skyldi vera með sína þénara á næturnar í Jerúsalem so vér mættum halda vörð um nætur en erfiða dagana. En eg og mínir bræður og mínir sveinar og þeir menn sem vöktu eftir mér, vér fórum ekki af vorum klæðum og hver yfirgaf að lauga sig.