V.
En þeir spámenn Haggeus og Sakarías son Iddó spáðu til Gyðinganna sem voru í Júda og Jerúsalem í Ísraels Guðs nafni. Þá tók sig upp Sóróbabel son Sealtíel og Jesúa sonur Jósedek og tóku til að byggja Guðs hús í Jerúsalem og Guðs spámenn voru með þeim sem að styrktu þá. [
Á þeim tíma kom til þeirra Tatnaí landsfóviti þessumegin vatsins og Starbosnaí og þeirra ráðgjafar og sögðu svo til þeirra: „Hver hefur bífalað yður að reisa þetta hús og að uppbyggja þess múra?“ Þá sögðu vér þeim hvað þeir menn hétu sem að buðu þessa bygging. En augu Guðs þeirra komu yfir öldunga Gyðinga að þeir hömluðu þeim ekki þar til þetta mál kæmi fyrir Darium og ein skrift þar upp á fengist aftur.
En svo hljóðaði það bréf sem Tatnaí landsfóviti þessumegin vatsins og Starbosnaí og þeirra ráð af Aparsak sem að voru þessumegin vatsins sendu til Darium og þau orð hljóðuðu svo sem þeir sendu til hans: [ „Dario kóngi allur friður. Það sé kónginum vitanlegt að vér komum í Gyðingaland til húss þess mikla Guðs hvert að menn byggja nú upp með allra handa steinum og leggja sterka bjálka í veggina. Og þessi gjörningur gengur mjög fast fram undir þeirra hendi. Vér spurðum þá hinu elstu að og sögðum so til þeirra: Hver hefur leyft yður að byggja þetta hús og uppmúra þess veggi? Vér spurðum og hvað þeir hétu svo vér mættum kunngjöra þér það. Og vér höfum uppskrifað þeirra manna nöfn sem yppastir voru af þeim.
En þeir gáfu oss svoddan andsvör og sögðu: [ Vér erum þénarar þess Guðs sem ræður yfir himin og jörð og vér byggjum það hús sem áður fyrir mörgum árum var byggt, hvert einn megtugur Israeliskóngur hafði reist og uppbyggt. En þá vorir forfeður styggðu Guð á himnum þá gaf hann þá í hönd Nabogodonosor kóngs af Babýlon úr Kaldea og hann niðurbraut þetta húys en burtflutti fólkið með sér í Babýlon.
En á því fyrsta ári ríkis Cyrus kóngs í Babýlon þá bauð Cyrus kóngur að þetta Guðs hús skyldi uppbyggjast. [ Því að þau gullker og silfurker sem áður voru í þessu sama Guðs húsi hver Nabogodonosor kóngur tók burt úr Guðs musteri í Jerúsalem og lét þau í sitt musteri í Babýlon þau tók Cyrus kóngur burt þaðan og afhenti þau Sessbasar með nafni því að hann setti hann landsstjórnara og hann sagði til hans: [ Tak þessi ker og fær þú þau með þér til þess musteris í Jerúsalem og lát Guðs hús byggjast í sínum stað. Þá kom þessi sami Sessbasar og lagði fyrst grundvöll þessa Guðs húss í Jerúsalem. Og frá þeim tíma var tekið til að byggja þetta hús og er enn eigi fullbyggt.
Og ef það kónginum sýnist so þá láti hann leita í fésjóðahúsum kóngsins af Babýlon hvert það finnst svo bífalað af Cyro kóngi að byggjast skyldi Guðs hús í Jerúsalem og sendist oss kóngsins meining um þetta.“