XXXIII.

Manasses var tólf vetra gamall þá hann varð kóngur og hann ríkti fimm og fimmtígi ár í Jerúsalem og gjörði það sem Drottni illa líkaði, eftir heiðingjanna svívirðingum hverja að Drottinn útrak fyrir Israelissonum. [ Og hann senri sér svo að hann uppbyggði þær hæðir aftur sem hans faðir Esekías hafði niðurbrotið. Hann reisti Baal altari, gjörði lunda og tilbað allan himinsins her og þjónaði honum. Hann reisti og altari í húsi Drottins, um hvert að Drottinn hafði talað: „Í Jerúsalem skal mitt nafn vera ævinlega.“ Hann byggði og ölturi í báðum Drottins húss forgörðum til allsháttaðs himins hers og lét sína syni ganga í gegnum eld í dalnum Ben Hinnom. [ Hann útvaldi sérdeilis daga og gaf gætur að fuglamáli og hafði hjá sér galdra- og fjölkynngismenn og gjörði margt þaðesm Drottni illa líkaði, honum til styggðar.

Hann setti skúrgoð og líkneski sem hann hafði gjöra látið í Guðs hús, um hvað að Drottinn hafði sagt til Davíðs og Salómon hans sonar: „Í þessu húsi til Jerúsalem hverja eg hefi útvalið af öllum Israelis knkvíslum vil eg setja mitt nafn ævinlega. Og eg vil eigi framar meir láta Ísrael víkja sínum fæti af landinu hvört eg gaf feðrum þeirra, svo framt sem þeir halda sér til að gjöra allt það sem eg hefi boðið þeim við Mosen í öllu lögmálinu, boðum og réttindum.“ [

En Manasses villti Judam og Jerúsalem og gjörði enn verr en þeir heiðingjar sem Drottinn hafði í eyði lagt fyrir Israelissonum. Og þá Drottinn lét tala við Manasses og hans fólk þá gáfu þeir öngvar gætur að því. Þar fyrir lét Drottinn koma yfir þá kóngsins hershöfðingja af Assyria. Þeir settu Manassen í fjötur og bundu hann með viðjum og fluttu hann til Babýlon. [ En sem hann var kominn í þá angist þá bað hann til Drottins síns Guðs og auðmýkti sig mjög fyrir Guði sinna feðra og ákallaði og bað hann. Og Guð heyrði bæn hans og færði hann aftur í Jerúsalem í sitt ríki. Þá meðkenndi Manasses að Drottinn væri Guð.

Eftir það lét hann uppbyggja þann ysta steinvegg hjá Davíðsstað vestan frá Gíón þar gengið er að Fiskaporti og all um kring til Ófel og gjörðí hann mjög hávan og skikkaði höfuðsmenn í fasta staði í Júda og lét í burt taka þá annarlega guði og þau skúrgoð úr húsi Drottins og öll altari þau hann hafði byggt á Drottins húss fjalli og í Jerúsalem og kastaði þeim út fyrir borgina. [ En altari Drottins endurbætti hann og offraði þar á þakkaroffri og lofgjörðaroffri og bauð Júda að þeir skyldu þjóna Drottni Israelis Guði. En þó offraði fólkið á hæðunum samt, þó Drottni Guði sínum.

Hvað sem meira er að segja um Manasses og um hans bæn til Guðs og um orð þeirra sjáandanna sem töluðu við hann í nafni Drottins Ísraels Guðs, sjá, það er á meðal Ísraelskónga Gjörninga. Og líka hans bæn og ákall og hans allar syndir og misgjörningar og þeir staðir á hverjum hann byggði þær hæðir og setti þá lunda og afguði fyrr en hann gjörði iðran, sjá, það er allt skrifað í Gjörningum sjándanna. Og Manasses sofnaði með sínum feðrum og þeir jörðuðu hann í hans húsi. En Amón hans son varð kóngur í hans stað.

Amón hafði tvo um tvítugt þá hann varð kóngur og hann ríkti tvö ár í Jerúsalem. Og hann gjörði það sem Drottni illa þóknaðist eins sem hans faðir Manasses hafði gjört. [ Og Amón færði fórnir til allra afguða þeirra sem hans faðir hafði gjöra látið og þjónaði þeim. Eigi auðmýkti hann sig fyrir Drottni svo sem hans faðir Manasses auðmýkti sig því að hann jók syndum og misgjörðum. Og hans eigin þénarar bundu ráð saman á móti honum og drápu hann í hans eigin húsi. En landsfólkið drap þá alla sem í þeim ráðum höfðu verið á móti Amón kóngi. Og landsfólkið tók Jósíam hans son til kóngs í hans stað.