XXVI.
Þá tók allur lýður Júda Úsíam, hann var þá sextán ára gamall, og settu hann til kóngs í síns föðurs stað Amasía. [ Hann uppbygði Elót og kom henni aftur undir Júda eftir það kóngurinn var sofnaður með sínum feðrum. Úsía var sextán ára þá hann varð kóngur og hann ríkti tvö og fimmtígi ár í Jerúsalem. Hans móðir hét Jekalja af Jerúsalem. Og hann gjörði það sem Drottni vel líkaði eins og hans faðir Amasía hafði gjört og hann leitaði Drottins so lengi sem Sakaría lifði hver eð var menntur í Guðs [ sýnum. Og svo lengi sem hann leitaði Drottins þá lét Guð allt vel lukkast fyrir honum.
Og hann dró út í bardaga mót þeim Philisteis og niðurbraut múrinn í Gat og múrinn í Jabne og múrinn í Asdód en uppbyggði staði í Asdód og þar í kringum og á meðal Philisteis. Því Drottinn hjálpaði honumí mót Philisteis, mót þeim Arabis, mót þeim í Gúr Baal og móti þeim Meuniter. En þeir Ammoniter færðu Úsía gáfur og hann varð nafnfrægur allt til Egyptalands því hann efldist meir og meir. Og Úsía byggði einn turn í Jerúsalem hjá Hornporti og Dalporti og hjá öðrum hornunum og gjörði þá sterka. Hann byggði og kastala í eyðimörku og gróf marga brunna. Því hann var vellauðigur að kvikfé, bæði í dölunum og á sléttunni. Hann setti og akurmenn og víngarðsmenn á fjöllunum og hjá Karmel því hann hafði mikla lyst á akurvinnu.
Og Úsía hafði mikið herlið stríðsmanna sem fóru í bardaga og reiknaðir voru undir hendi Jeíel skrifara og Maesja embættismanns og Hananja kóngsins höfuðsmanna. [ Og þeirra yppasta feðra tala af sterkum stríðsmönnum voru tvær þúsundir og sex hundruð. Og undir þeirra hendi var her þrisvar sinnum hundrað þúsund sjö þúsund og fimm hundruð vopnfærra manna að hjálpa kónginum í móti sínum óvinum. Og Úsía fékk þeim fyri allan herinn skildi, spjót, hjálma, brynjur, boga og steinslöngur. Og hann gjörði í Jerúsalem alls kyns vígvélar sem að vera skyldi í turnum og á hornum til að skjóta út með pílum og fleygja stórum steinum. Og hans rykti barst víða út því að Drottinn hjálpaði honum sérlega þar til að hann varð mjög megtugur.
En sem Úsía kóngur var megtugur orðinn þá metnaðist hann í sínu hjarta sér sjálfum til glötunar því hann gleymdi Drottni og gekk inn í musteri Drottins og vildi offra reykelsi yfir reykelsisaltarinu. En Asaría kennimaður gekk eftir honum og áttatígi Drottins kennimenn með honum, hraustir menn hverjir að stóðu í móti Úsía kóngi og sögðu til hans: „Eigi ber þér að veifa reykelsi fyrir Drottni heldur prestunu, sonum Aron, þeir sem þar eru helgaðir reykelsi að veifa. [ Gakk þú út af helgidóminum því að þú hefur misgjört og það verður þér enginn heiður fyrir Guði Drottni.“
Úsía varð reiður og hann hélt á glóðarkerinu í sinni hendi. [ Og sem hann hótaði kennimönnunum strax kom út líkþrá í hans enni fyrir prestanna augsýn í húsi Drottins, rétt frammi fyrir reykelsisaltarinu. Og Asaría kennimannahöfðingi sneri sér til hans og allir prestarnir og sjá, þá var komin út spitelska í hans enni og þeir hrundu honum þaðan. Hann flýtti sér og svo sjálfur að ganga út því hans plága var af Drottni. Svo varð nú kóng Úsía líkþrár allt til síns dauða og hann bjó í einu sérlegu húsi, líkþrár, fyrir hverja hann var útrekinn af Guðs húsi. Og Jótam hans son sá fyrir kóngsins húsi og dæmdi fólkið í landinu.
Hvað sem meira er að segja um Úsíam, bæði það fyrsta og síðsta, það hefur Esajas spámður son Amos uppskrifað. Og Úsía sofnaði með sínum feðrum og þeir grófu hann hjá hans feðrum í akrinum hjá kónganna leiðum því þeir sögðu: „Hann er líkþrár.“ Og Jótam hans son tók ríkið eftir hann.