XXV.
En þessi varð skikkan sona Aron. [ Synir Aron voru þeir Nadab, Abíhú, Eleasar og Ítamar. En Nadab og Abíhú dóu fyrr en þeirra faðir og áttu engin börn. En Eleasar og Ítamar urðu prestar. Og Davíð skipti þeim Sadók af sonum Eleasar og Ahímelek af sonum Ítamar eftir þeirra ölu og embætti. Og þar voru miklu fleiri höfðingsmenn fundnir á millum sona Eleasar en á meðal sona Ítamar. Og hann skipti þeim so að sextán voru af sonum Eleasar til höfðingja settir í þeirra feðra húsi og átta af sonum Ítamar í þeirra feðra húsi. [ Og hann skipti þeim eftir hlutfalli fyrir því að hvortirtveggja, bæði af sonum Eleasar og Ítamar, voru höfðingjar í helgidóminum og yppastir fyrir Guði. Og Semaja ritari son Netaneel af Levítunum hann skrifaði þá upp fyrir kónginum og þeim yppustu og fyrir prestinum Sadók og fyrir sonum Ahímelek syni Abjatar og fyrir þeim yppustu feðrum á millum prestanna og Levítanna, sem var eins föðurs hús fyrir Eleasar og það annað fyrir Ítamar.
En sá fyrsti hlutur féll yfir Jójaríb, sá annar yfir Jedaja, þriðji yfir Harím, fjórði yfir Seórím, fimmti yfir Malkía, sjötti yfir Mejamím, sjöundi yfir Hakos, áttundi yfir Abía, níundi yfir Jesúa, tíundir yfir Sekanja, sá ellefti yfir Eljasíb, sá tólfti yfir Jakím, þrettándi yfir Húva, fjórtandi yfir Jesebeab, fimmtándi yfir Bilga, sextándi yfir Immer, seytjándi yfir Heser, átjándi yfir Hapíses, nítjándi yfir Petahía, tuttugasti yfir Jeheskel, fyrsti og tuttugasti yfir Jakín, annar og tuttugasti yfir Gamúl, þriðji og tuttugasti yfir Delaja, fjórði og tuttugasti yfir Maasja. [ Þetta er þeirra skipan eftir þeirra embætti að þeir gangi í Drottins húsi hver eftir sinni ordu undir þeirra föður Aron so sem Drottinn Guð Ísraels hafði boðið þeim.
En þeir aðrir synir Leví sem afgangs voru af sonum Amram var Súbael. En af sonum Súbael var Jehdeja. En með sonum Rehabía var Jesía þann fyrsti. En meðal Jesehariter var hans son Slómót. En á millum sona Slómót var Jahat. Synir Hebron voru Jería þann fyrsti, Amaría sá annar, Jehasíel þann þrijði, Jakmean sá fjórði. Son Úsíel var Míka. En með sonum Míka var Samír. Jesía var bróðir Míka. Með sonum Jesía var Sakaría. Synir Merarí voru þeir Mahelí og Músí hvers son eð var Jaesía. Son Merarí af Jaesía, hans son var Sóham, Sakúr og Íbrí.
En Mahelí átti Eleasar því hann hafði öngvan son. Af Kís: Sonur Kís var Jerahmeel. Synir Músí voru Mahelí, Eder og Jeremót. Þetta eru synir Leví eftir þeirra feðra húsum. Og þar voru lagðir hlutir yfir þá hjá þeirra bræðrum, sonum Aron, fyrir Davíð kóngi og Sadók og Ahímelek og fyrir þeim yppustu feðrum á meðal prestanna og Levítanna, svo vel þeim minnsta bróðir sem þeim yppasta meðal feðranna.