XVI.
Og hann byggði sér eitt hús í borg Davíðs og hann tilreiddi þann stað þar eð Guðs örk skyldi standa og byggði eina tjaldbúð yfir henni? [ Þá sagði Davíð: „Enginn skal bera Guðs örk nema Levítarnir. Því að Drottinn útvaldi þá til að bera Guðs örk og að þjóna honum ævinlega.“ Og því safnaði Davíð öllum Ísrael til samans í Jerúsalem að þeir skyldu flytja Guðs örk upp til þess staðar sem hann hafði henni tilreitt.
Og Davíð samankallaði syni Aron og Levítana. [ Af sonum Kahat var höfðingi Úríel með hans bræðrum, hundrað og tuttugu. Af sonum Merarí var Asaja höfðingi með hans bræðrum, tvö hundruð og tuttugu. Af sonum Gerson: Jóel hershöfðingi með hans bræðrum, hundrað og þrjátígi. Af sonum Elísafan: Semaja höfðingi með hans bræðrum, tvö hundruð. Af sonum Hebron: Elíel höfðingi með hans bræðrum, áttatígi. Af sonum Úsíel: Amínadab með hans bræðrum, hundrað og tólf.
Og Davíð kallaði Sadók og Abjatar kennimenn og Levítana sem voru Úríel, Asaja, Jóel, Semaja, Elíel og Amínadab og sagði til þeirra: „Þér sem eruð þeir yppustu feður Levítanna, helgið yður nú með yðar bræðrum so þér berið Drottins Ísraels Guðs örk upp hingað í þann stað sem eg hefi tilreitt henni. Því áður þá þessir voru ekki nálægir þá gjörði Drottinn vor Guð eitt skarð á meðal vor því að vér leituðum ekki hans svo sem oss bar.“ So helguðu sig nú prestarnir og Levítarnir að þeir bæri Guðs Israelis örk. Og Levítarnir báru hana á sínum öxlum á stöngunum so sem Móses hafði boðið eftir orði Drottins.
Og Davíð talaði til þeirra yppustu Levíta að þeir skyldu skikka sínum bræðrum til söngvara með strengjahljóðfærum, með psallterium, hörpum og hvellum cymbalis að þeir skyldu syngja hárri röddu með gleði. [ Þá settu Levítarnir til Heman son Jóel og af hans bræðrum Assaf son Berekía og af sonum Merarí þeirra bræðrum Etan son Kúsaja og þeirra bræður með þeim í annarri skipan, sem var Sakarías, Ben, Jaesíel, Semíramót, Jehíel, Únní, Elíab, Benaja, Maeseja, Matitja, Elífeleja, Míknea, Óbeð Edóm og Jeíel dyravörslumenn. Því að Heman, Asaf og Etan voru söngvarar og hljómuðu klárlega með eirlegum cymbaalis en Sakarías, Asíel, Semíramót, Jehíel, Únní, Elíab, Maeseja og Benaja með psallterio eftir að syngja. [
En Matitja, Elífeleja, Miknea, Óbeð Edóm, Jeíel og Asasja voru með hörpur af átta strengjum að syngja fyrir þeim og Kenanja sá ypparsti söngmeistari Levítanna til að undirvísa þeim sönglistina, því hann var inn lærðasti.
Og Berekía og Elkana voru dyraverðir fyrir örkinni. En Sakanja, Jósafat, Netaneel, Amasaí, Sakarías, Benaja og Elíeser prestarnir blésu í sínar trametur fyrir Guðs örk. Og Óbeð Edóm og Jehía voru dyraverðir arkarinnar.
Svo gekk Davíð og þeir inu elstu í Ísrael og höfðingjarnir yfir þúsund upp að sækja sáttmálsörk Drottins og færa hana af húsi Óbeð Edóm með gleði. Og sem Guð hjálpaði Levítönum þeim sem báru Guðs örk þá offruðu menn sjö uxum og sjö hrútum. Og Davíð var klæddur einum línkyrtli og svo allir Levítarnir sem örkina báru og söngmennirnir og Kenanja söngmeistari með söngmönnönum. Davíð var og klæddur lífkyrtlinum (ephod). So flutti nú allur Israelislýður Drottins sáttmálaörk með gleði, með básúnum, trametum og fögrum cymbalis, psallterio og hörpum. En sem Davíðs sáttmálsörk kom inn í Davíðsstað þá leit Míkól dóttir Saul út um einn glugga. [ Og sem hún sá að Davíð kóngur lék og dansaði þá fyrirleit hún hann í sínu hjarta.