XII.
Og allur Israelislýður samansafnaðist til Davíðs í Hebron og sagði: [ „Sjá, vér erum þín bein og þitt hold. Þú hefur og svo áður fært Ísrael út og inn þá eð Saul kóngur var enn á dögum. So hefur og Drottinn þinn Guð sagt þér: Þú skalt fæða mitt fólk Ísrael og þú skalt vera höfðingi yfir mínu fólki Ísrael.“ Og allir öldungar í Ísrael komu til kóngsins í Hebron. Og Davíð gjörði eitt sáttmál við þá í Hebron fyrir Drottni. Og þeir smurðu Davíð til kóngs yfir Ísrael eftir því sem Drottinn hafði sagt fyrir Samúel.
Og Davíð fór og allur Ísrael með honum til Jerúsalem (það er Jebús) því Jebusiter bjuggu þar í landinu. [ En Davíð vann kastalann Síon, það er Davíðs borg. Þá sagði Davíð: „Hver sem fyrst veitir slag þeim Jebusiter hann skal vera höfðingi og hertugi.“ Þá uppsté fyrstur Jóab son Serúja og varð höfuðsmaður. En Davíð vann kastalann og bjó þar og er því kallaður borg Davíðs. [ Og hann byggði borgina allt um kring, frá Milló og so allt umhverfis. En Jóab gaf þeim líf sem eftirlifðu í staðnum. Og Davíð fór vaxandi og þróaðist og Drottinn Sebaót var með honum.
En þessir voru þeir yppustu á meðal Davíðs kappa, þeir sem ærlega héldu með honum í hans kóngsríki meðal alls Ísraels so að þeir tæki hann til kóngs eftir orði Drottins yfir Ísrael. [ Og þessi er talan á Davíðs köppum. Jasabeam son Hakmóní, hann var yppasti á millum þrjátígi. [ Hann upplyfti sínu spjóti og sló þrjú hundruð (manns) í einu.
Næst honum var Eleasar sonur Dódó Ahohiter. [ Hann var einn af þeim þrimur köppum. Þessi var með Davíð þá þeir hæddu hann og Philistei söfnuðust saman til stríðs. Og þar var eitt akurlendi fullt með bygg og fólkið hélt á flótta undan Philisteis. En þeir gengu mitt á akurlendið og vörðu það og slógu Philisteos. Og Drottinn veitti eina stóra hjálp.
En þeir þrír af þeim þrjátígi sem yppastir voru fóru ofan til Davíðs að því bjargi sem stóð nærri þeim hellir Adúllam. En herbúðir þeirra Philisteis voru í Refaímdal en Davíð var í virkinu en fólk þeirra Philisteis var þá í Betlehem. Og Davíð fékk lysting og sagði: „Hver vill gefa mér að drekka vatn af þeim brunni í Betlehem sem er hjá borgarhliði?“ Þá brutust þessir þrír í gegnum Filisteanna herbúðir og jusu vatnið úr brunninum í Betlehem undir portinu, tóku það og báru til Davíðs. En hann vildi eigi drekka það, [ utan hellti því út fyri Drottni og sagði: „Það láti Drottinn langt frá mér vera að eg skyldi þvílíkt gjöra og drekka þessara manna blóð í þeirra lífsháska. Því þeir hafa sótt mér það með lífsháska.“ Þar fyrir vildi hann eigi það drekka. Þetta gjörðu þeir þrír kappar.
Abísaí bróðir Jóab, hann var þann yppasti meðal þeirra þriggja. [ Og hann upplyfti sínu spjóti og sljó þrjú hundruð. Og hann var ágætur á meðal þriggja og hann inn þriðji var haldinn enn veglegri en þeir tveir og var þeirra hinn yppasti. En þó var hann ekki til jafns við hina þrjá.
Benaja son Jójada, sonar Íshaíl, hinn starfstóri, af Kabseel. Hann sló tvö león þeirra Moabitarum og hann gikk ofan og drap eitt león mitt í brunninum um snjótíma. Hann sló og svo einn egypskan mann sem var fimm álna hár og hafði eitt höggspjót í hendi, so stórt sem einn vefjarrifur. En hann gekk ofan til hans með einn staf og tók spjótið af hans hendi og sló hann í hel með sínu eigin spjóti. Það gjörði Benaja son Jójada. Og hann var frægur á millum þriggja kappa og var þann vegligasti af þeim þrjátígi og kom þó ekki við þá þrjá. En Davíð gjörði hann sinn heimugligan ráðgjafa.
En þessir eru Davíðs hraustustu kappar: [ Asael bróðir Jóab, Elhanan son Dódó af Betlehem, Samót Haroiter, Heles Peloniter, Ísra sonur Ekes Tekoiter, Abíeser Anthohiter, Síbekaí Husathiter, Ílaí Ahohiter, Meraí Netophathiter, Heled son baena Netophatiter, Itaí son Ríbaí af Gíbea, sona Benjamín, Benaja Pirgathoniter, Húraí af Gaasbeken, Abdíel Arbathiter, Asmavet Baherumiter, Eljaba Saalboniter, Hasem son Gisonither, Jónatan son Sage Harariter, Ahíam sonur Sakar Harariter, Elífal sonur Úr, Hefer Macheratiter, Ahía Peloniter, Hessró Carmeliter, Naeraí son Asbaí, Jóel bróðir Natan, Míbehar son Hagrí, Seleg Ammoniter, Naheraí Berothiter skjaldsveinn Jóab sonar Serúja, Íra Jethriter, Gareb Jethriter, Úría Hetiter, Sabd son Ahelaí, Adína son Sísa Rubeniter höfuðsmaður yfir þeim Rubeniter og þrjátígi voru undir honum, Hanan son Maeka og Jósafat Mathoniter, Úsía Ashrathiter, Samma og Jaíel synir Hótam Aroethiter, Jedíael son Simrí, Jóha hans bróðir Thisiter, Elíel Maheviter, Jeríbaí og Jósavía synir Elnaam, Jetma Moabiter, Elíel, Óbeð, Jaesíel af Mesóbaja.