XVII.
Á því tólfta ári Akas Júdakóngs varð Hósea son Ela kóngur yfir Ísrael í Samaria í níu ár. [ Og hann gjörði illa hluti í augliti Drottins en þó ekki sem Ísraelskóngar þeir sem fyrir honum voru. En það skeði að Salmanesser kóngur af Assyria dró upp í mót honum og Hósea varð honum handgenginn og hann gaf honum skatta.
En sem Assyriakóngur fékk að vita að Hósea vildi bregða við hann sáttmálinu og hann hefði sent boð til Só kóngsins af Egyptalandi og sendi ekki kónginum af Assyria sína skatta árlega sem hann var vanur þá settist kóngur af Assyria um hann, yfirvann hann og lagði í fangelsi. Síðan fór Assyriakóngur um allt land og til Samariamborgar og sat um hana í þrjú ár. En á því níunda ári Hósea vann kóngurinn af Assyria Samariam og flutti Ísrael í burt í Assyriam og setti þá í Hala og Habor hjá því vatni Gósan og í borgir Medorum. [
Því að á þeim tíma sem Ísraelssynir syndguðust í mót Drottni þeirra Guði hver að fært hafði þá af Egyptalandi af kóng ph[raonis valdi og þeir dýrkuðu annarlega guði og gengu eftir heiðingjanna siðum en Drottinn hafði útrekið fyrir Ísraelssonu og so sem Ísraelskóngar gjörðu. [ Og Ísraelssynir fegruðu sínar sakir á móti Drottni sínum Guði þær þó sem ekki voru góðar, sem voru þessar að þeir byggðu hof og hæðir í öllum borgum, bæði á köstulum og í sterkum stöðum. Og þeir uppreistu alls staðar bílæti og blótskóga á hæðum og undir öllum blómguðum trjám og þeir brenndu þar reykelsi alls staðar á hæðum eins og heiðingjar hverja Drottinn hafði útrekið frá þeim. Og þeir gjörðu alls konar glæpi með hverjum þeir styggðu Drottin og þjónuðu skúrgoðum um hvað að Drottinn hafði sagt til þeirra: „Eigi skulu þér gjöra þvílíkt.“
Og þá Drottinn vitnaði í Ísrael og í Júda fyrir alla spámenn og sjáendur og lét segja þeim: [ „Snúið frá yðrum vondum vegum og haldið mín boðorð og réttindi eftir því lögmáli sem eg bauð yðrum feðrum og so sem eg sendi til yðar fyrir spámennina, mína þénara.“ En þeir voru honum ekki hlýðugir heldur harðsvíruðust eins og þeirra forfeður sem ekki trúðu á Drottin þeirra Guð. Hér með fyrirlétu þeir hans boðorð og hans sáttmála sem hann gjörði við þeirra forfeður og hans vitnisburð sem hann vitnaði á meðal þeirra og gengu í sínum hégóma og voru skynsemdarlausir líka sem heiðingjar þeir sem að bjuggu í kringum þá, um hverja að Drottinn bauð þeim að þeir skyldu ekki gjöra sem þeir. En þeir yfirgáfu öll boðorð Drottins þeirra Guðs og gjörðu sér tvo steypta kálfa og uppsettu lunda og tilbáðu allan himinsins her og þjónuðu Baal og létu sína syni og dætur ganga í gegnum eldinn og fóru með fjölkynngi og spáfarar og gáfu sig út til að gjöra allt það sem Drottniilla líkaði, honum til styggðar.
Og því varð Drottinn uppreistur til reiði við Ísrael og kastaði þeim frá sinni ásjónu so þar varð enginn eftir utan alleina kynþáttur Júda. [ So og hélt Júda ekki heldur Drottins Guðs síns boðorð heldur gekk eftir Ísraels siðum, þeim sem þeir gjörðu. Og því kastaði Drottinn öllu Ísraels sæði og þrengdi þeim og gaf þá í ræningja hendur þar til að hann kastaði þeim frá sínu andliti. Því Ísrael var slitinn frá Davíðs húsi og þeir settu Jeróbóam son Nebat til kóngs. [ Hann sneri Ísrael frá Drottni og kom þeim mjög þunglega til að syndgast. Svo gengu nú Ísraelssynir í öllum Jeróbóam syndum sem hann hafði uppbyrjað og ei létu þeir af fyrr en Drottinn kastaði Ísrael frá sínu andliti sem hann hafði sagt fyrir alla sína þénara og spámennina. So varð Ísraelslýður hertekinn og í burt fluttur í Assyriam af sínu landi allt til þessa dags.
Og Assyriakóngur lét koma menn af Babýlon, af Kúta, af Ava, af Hema og af Sefarvaím og lét þá búa í borgum Samaria í staðinn Ísraelssona. [ Og þeir eignuðust Samariam og bjuggu í hennar stöðum. En sem þeir tóku til þar að búa og óttuðust ekki Drottin þá sendi Drottinn óarga dýr á meðal þeirra, þau drápu þá. Og þeir komu á fund Assyriekóngs og sögðu honum: „Þeir heiðingjar sem þú hingað settir til að búa í Samariaborgum og öðrum borgum þar, þeir vita ekki af Guðs lögmáli í landinu. Því hefur hann sent óarga dýr á meðal þeirra og sjá, þau drepa þá fyrir því að þeir vita ekki að dýrka Guð þessa lands.“
Þá bauð kóngurinn af Assyria og sagði: „Sendið einn af þeim kennimönnum þangað sem þaðan voru herteknir og fari hann og búi þar og kenni hann þeim þá Guðs þjónustugjörð sem þar er í landinu.“ Þá kom einn af prestunum þangað hver að burt var fluttur af Samaria og bjó í Betel og hann kenndi þeim hvernin að þeir skyldu dýrka Drottin.
En sérhver þjóð gjörði sér afguði og settu þau í þau hof sem voru á hæðunum sem þeir Samarie gjörðu, sérhvert fólk í sínum stað þar þeir bjuggu. [ Þeir af Babýlon gjörðu Súkót Benót, þeir af Kút gjörðu Nergel, þeir af Hemat gjörðu Asíma, þeir af Ava gjörðu Nibehas og Tartak, þeir af Sefarvaím brenndu sína syni fyrir Adramelek og Anamelek, skúrgoðum þeirra af Sefarvaím. Og sökum þess þeir hræddust og einnin Drottin þá settu þeir sér presta millum sín á hæðirnar af þeim minnstu háttar og settu þá í húsin á hæðunum. Með þessum hætti óttuðust þeir Drottin, þjónuðu og svo afguðum eftir siðvenju hvers fólks sem þeir voru komnir frá.
Og allt til þessa dags þá breyta þeir eftir gömlum sið so að þeir hverki óttast Drottin og ei halda þeir þá siðu og setninga sem lögmálið býður hvert Drottinn bauð sonum Jakob hverjum hann gaf Israelis nafn og gjörði einn sáttmála við þá, bauð þeim og sagði: [ „Óttist ekki aðra guði og tilbiðjið þá ekki og þjónið þeim ekki og færið þeim ekki fórnir heldur óttist Drottin sem færði yður af Egyptalandi með mikilli magt og útréttum armlegg. Óttist hann, ákallið hann og færið honum fórnir og haldið þá siðu, þau réttindi, lögmál og boðorð sem hann lét uppskrifa yður að þér alltíð gjörið þar eftir og óttist ekki aðra guði. Gleymið ekki þeim sáttmála sem hann gjörði við yður og óttist ekki aðra guði heldur óttist Drottin yðvarn Guð því hann mun frelsa yður frá öllum yðar óvinum.“ En þeir hlýddu því ekki heldur gengu þeir eftir sínum gömlum siðvana. Svo óttuðust þessir heiðingjar Guð og þjónuðu líka sínum afguðum. Svo gjörðu og þeirra börn og þeirra barnabörn líka sem þeirra feður gjörðu og gjöra enn nú til þessa dags.