XV.
Á því sjöunda og tuttugasta ári Jeróbóams Israeliskóngs tók Asaría sonur Amasía kóngdóm yfir Júda. [ Og hann var sextán ára gamall þá hann var til kóngs kjörinn og hann ríkti tvö og fimmtígi ár í Jerúsalem. Hans móðir hét Jekalja af Jerúsalem. Og hann gjörði það sem Drottni vel þóknaðist í allan máta sem hans faðir Amasía fyrir utan það að hann aftók ekki hæðirnar. Því fólkið offraði enn þá og brenndi reykelsi á hæðum. En Drottinn sló kónginn svo hann varð líkþrár allt til síns dauðadægurs og bjó einslega í einu sérlegu herbergi. [ En Jótam kóngson stjórnaði kóngsins húsi og dæmdi fólkið í landinu.
Hvað meira er að segja um Asaría og allt hvað hann gjörði, sjá, það er skrifað í Júdakónga kroníku. [ Og Asaría sofnaði með sínum feðrum og var jarðaður í Davíðsstað. En hans son Jótam varð kóngur í hans stað.
Á því þrítugasta og áttunda ári Asaría Júdakóngs varð Sakaría son Jeróbóam kóngur yfir Ísrael í Samaria sex mánaði. [ Og hann gjörði það sem Drottni mislíkaði eins og hans forfeður höfðu gjört. Hann lét ekki af syndum Jeróbóam sonar Nebat hver eð kom Ísrael til að syndgast. Og Sallúm son Jabes reis upp í móti honum og sló hann fyrir fólkinu og drap hann og tók kóngdóm eftir hann. Hvað fleira er að segja af Sakaría, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku. Og þetta er það orð sem Drottinn talaði til Jehú: „Þínir þénarar skulu sitja á Ísraels stóli inn til fjórða liðs.“ Og það skeði so.
Og Sallúm son Jabes tók kóngdóm á því nítjánda og tuttugasta ári Asaría kóngs Júda og ríkti einn mánuð í Samaria. [ Því að Manahem son Gaddí fór upp frá Tirsa og kom til Samariam og sló Sallúm son Jabes í hel í Samaria og varð kóngur í hans stað.
Hvað meira er að segja af Sallúm og um þau ráð sem hann samanbar, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku. Á þeim tíma sló Manahem borg Tiipsa og alla þá sem voru þar inni og hennar landamerki af Tirsa fyrir því að þeir vildu ekki láta upp borgarhlið fyrir honum. Og hann drap allar þungaðar kvinnur og sneið þær í sundur.
Á því nítjánda og tuttugasta ári Asaría Júdakóngs varð Manahem son Gaddí kóngur yfir Ísrael og ríkti tíu ár í Samaria. [ Og hann gekk vondslega í augliti Drottins því han lét ekki af syndum Jeróbóam sanar Nebat í öllum sínum dögum hver eð kom Ísrael til að syndgast. Og Púl, kóngurinn af Assyria, kom þá í landið og Menahem skenkti Púl þúsund centener silfurs að hann héldi með honum og styrkti hann til ríkis. [ Og Menahem lagði fégjöld á þá ríkustu í Ísrael svo að hver af þeim skyldi gefa fimmtígi siclos silfurs kónginum af Assyria. Síðan dró kóngur af Assyria heim aftur og staðnæmdist ekki lengi í landinu. Hvað meira er að segja um Menahem og allt það hann gjörði, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku. Og Menahem sofnaði með sínum forfeðrum og Pekaja hans son tók kóngdóm eftir hann.
Á því fimmtuganda ári Asaría kóngs í Júda tók Pekahía son Menahem kóngdóm yfir Ísrael í Samaria og var kóngur í tvö ár. [ Hann gjörði það sem Drottni illa þóknaðist því að hann féll ekki frá syndum Jeróbóam sonar Nebat sem Ísrael kom til að syndgast. En Peka son Remalie, einn hans hertugi, gjörði uppreist í móti honum og sló hann til dauðs í kóngsins sal í Samaria með Argób og Aríe og aðra fimmtígi menn með honum af Gíleaðssonum og hann varð kóngur í hans stað. Hvað meira er að segja af Pekahía og allt það hann gjörði, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku.
Á því öðru og fimmtuganda ári Asaría kóngs Júda varð Peka son Remalía kóngur yfir Ísrael í Samaria í tuttugu ár. [ Og hann gjörði illt í augliti Drottins því hann lét ekki af syndum Jeróbóam sonar Nebat sem að Ísrael kom til að syndga.
En í Peka Ísraelskóngs tíð kom Tíglat Pillesser kóngur af Assúr og vann Híon, Abel Bet Maaka, Janóa, Hedes, Hasór, Gíleað, Galilea og allt land Neftalí og flutti fólkið burt til Assyriam. [
En Hósea son Ela bar ráð saman móti Peka syni Remalía og sló hann í hel og varð kóngur í hans stað á því tuttugasta ári Jótam sonar Úsía. Hvað meira er að segja um Peka og allt það hann gjörði, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku.
Á því öðru ári Peka sonar Remalía Ísraelskóngs tók kóngdóm Jótam sonur Úsía Júdakóngs. [ Og hann var fimm og tuttugu ára gamall þá hann varð kóngur og hann ríkti sextán ár í Jerúsalem. Hans móðir hét Jerúsa, dóttir Sadók. Og hann gekk fram í því sem Drottni vel líkaði eftir fótsporum Úsía föðurs síns nema það að hann braut ekki niður hæðirnar því fólkið offraði enn þá og brenndi reykelsi á hæðum uppi. Hann uppbyggði hærra portið á húsi Drottins. Hvað meira er að segja um Jótam og allt það hann gjörði, sjá, það er skrifað í Júdakónga kroníku.
Á þeim tíma hóf Drottinn upp að senda í ríki Júda Resím kóng af Syria og Peka son Remalía. [ Og Jótam sofnaði með sínum feðrum og varð jarðaður hjá sínum feðrum í borg síns föðurs Davíðs og Akas hans son tók ríki eftir hann.