XII.
Á því sjöunda ári Jehú varð Jóas kóngur og ríkti fjörutígir ár í Jerúsalem. [ Hans móðir hét Sibea af Bersaba. Og Jóas gjörði það sem rétt var og Drottni vel þóknaðist so lengi sem Jójada prestur lærði hann, utan það að hann tók ekki í burt hæðirnar því að fólkið færði fórnir og brenndu reykelsi á hæðunum.
Og Jóas sagði til kennimannanna: [ „Allir þeir peningar sem helgaðir verða og berast í Drottins hús sem eru gengir og í gildi, þeir peningar sem hver maður gefur fyrir sinni sálu og allir þeir peningar sem hver maður gefur með sínum sjálfsvilja, að þeir skulu berast í Drottins hús, þá taki prestarnir þá til sín, hver af sínum kunningjum. Og af því skulu þeir endurbæta hrörnandi hluti í Drottins húsi og sem þeir fórnina umbótar við þurfi.“ En þá prestarnir höfðu ekki endurbætt það sem brotið var á Drottins húsi á því þriðja og tuttugasta ári Jóas kóngs þá kallaði Jóas kóngur Jójada kennimann og alla prestana með honum fyrir sig og sagði til þeirra: „Því hafi þér ekki endurbætt það sem eg bauð yður á Drottins húsi? En frá þessu skal enginn yðar taka peninga af sínum kunningja. En leggið það fram til musterisins forbetrunar.“ Og þetta samþykktu prestarnir að þeir skyldu öngva peninga taka af fólkinu og bæta þó það sem þurfti af musterinu.
Þá tók Jóadas prestur eina féhirslu og gjörði eitt gat þar ofan upp á og setti hana hægra megin altarisins þar sem inn var gengið í Drottins hús. Og þeir prestar sem geymdu dyrnar lögðu þar í alla þá peninga sem gefnir urðu til Drottins húss. En sem þeir sáu að þar var allmikið fé til samans komið þá kom kóngsins skrifari og sá ypparsti kennimaður þar upp og bundu féð til samans og reiknuðu það sem fundið var í Drottins húsi. Og þeir lögðu féð til kostnaðar trésmiðum og öðrum smiðum sem smíðuðu að Drottins húsi, múrmeisturum og steinklöppörum og að kaupa með tré og höggna steina svo að allt það sem brotið var á Drottins húsi skyldi endurbætast og allt það sem þeir fundu að þörf var að endurbætast skyldi á húsinu. [
En þó lét hann ekki gjöra silfurskálir, psalterium, munnlaugar, hljóðfæri eða nokkur ker af gulli eður silfri í Drottins húsi af þeim peningum sem bárust til húss Drottins heldur var það gefið þeim arfiðismönnum að þeir skyldu þar með endurbæta það sem brotið var af húsi Drottins. En eigi stóðu þeir menn reikningsskap sem útgáfu féð smiðunum heldur höndluðu þeir á sína trú. En það fé sem galst í misverkabætur eður syndaoffur, það var ekki borið í Drottins hús því að það heyrði prestunum til.
Á þeim tíma fór Hasael kóngurinn af Syria og herjaði á borgina Gat og hann vann hana. [ En sem Hasael sneri sér og ætlaði að fara upp til Jerúsalem þá tók Jóas Júdakóngur allt (gull og silfur) það sem hans foreldrar, Jósafat, Jóram og Ahasía kóngar í Júda, höfðu helgað og það hann hafði sjálfur helgað, þar til allt það gull sem menn fundu í Drottins húss féhirslu og í kóngsins húsi og sendi til Hasael Sýrlandskóngs. Við það hvarf hann frá Jerúsalem.
Hvað meira er að segja um Jóas og allt það sem hann gjörði, það er skrifað í Júdakónga kroníku. [ Og hans eigin þénarar tóku sig upp og gjörðu uppreist í gegn honum og drápu hann í húsinu Milló á þeim vegi ofan til Silla. [ Því að Jósabar son Símeat og Jósabad son Sómer, hans eigin þénarar, þeir slógu hann í hel. Og hann var jarðaður með hans forfeðrum í Davíðs stað. Og Amasía hans son varð kóngur í hans stað.