VIII.

Og það skeði eftir þetta að Davíð sló þá Philisteos og lækkaði þeirra ofstopa og tók þrældómsbeislið af Philisteis hendi. [

Hann sló og þá Móabíta so gjörsamlega að hann drap tvo hluti en þriðjung lét hann lifa. Svo urðu Moabiter Davíð undirgefnir og þeir urðu honum skattgildir.

Davíð sló og Hadadeser, son Rehób, kónginn í Sóba, þá hann fór og vildi ríkja yfir vatni Euphrates. [ Og Davíð tók til fanga þúsundruð og sjö hundruð riddara af þeim og tíu þúsund fótgönguliðs en braut og lesti alla þeirra vagna en hélt sjálfur eftir hundrað vögnum.

Þá komu og Syri af Damasco að hjálpa Hadadeser kónginum af Sóba og Davíð sló tvö og tuttugu þúsund manna af þeim sýrlensku og setti fólk eftir í Damasco í Syria. [ Svo varð Syria skattgild undir Davíð. Því að Drottinn hjálpaði Davíð hvert helst hann fór. Og Davíð tók þá gullskjöldu sem haft höfðu Hadadeser þénarar og flutti þá til Jerúsalem. En af Beta og Berótaj, borgum Hadadeser, tók Davíð kóngur ofurmikinn málm.

Sem Tói kóngur af Hemat heyrði að Davíð hafði niðurslegið alla magt Hadadeser sendi hann sinn son Jóram til Davíð og lét heilsa honum vinsamlega og bað honum lukku að hann hafði herjað á Hadadeser og yfirunnið hann (því Tói hafði ófrið við Hadadeser). [ Og Jóram hafði með sér allsháttaðar gersemar af silfri, gulli og kopar, hvað allt Davíð kóngur helgaði Drottni. Og allt það silfur og gull helgaði hann Drottni sem hann fékk af öllum heiðingjum sem hann braut undir sig af Syria, af Móab, af Amónsonum, af Philisteis, af Amalek og af Hadadeser herfangi, sonar Rehób, kóngsins af Sóba.

Og Davíð gjörði sér eitt nafn þá hann kom og sló þá Syros í þeim dal sem kallaðist saltdalur átján þúsundir. [ Og hann setti fólk í alla Idumeam og allt Edóm var Davíð undirgefið. Því að Drottinn hjálpaði Davíð hvert sem hann fór.

So varð nú Davíð kóngur yfir allan Ísrael og hann dæmdi allan lýðinn með dómi og réttindum. [ Jóab son Serúja var hershöfðingi yfir herinn. Jósafat son Ahílúd var canzeler. Sadók son Ahítób og Ahímelek son Abjatar voru kennimenn. Seraja var skrifari. Benaja son Jójada var settur yfir Creti og Pleti og Davíðssynir voru kennimenn.