XXVII.
Og Davíð hugsaði með sér: [ „Ske má að eg falli enn í hendur Saul. Mér er ekkert betra en eg flýi burt og fari í land Philisteis svo að Saul mætti afláta að leita mín um allar Ísraels landsálfur og að eg forðist so hans hendur.“ Og Davíð tók sig upp og fór burt og með honum sex hundruð manna sem voru hjá honum til Akís, sonar Maók, kóngsins í Gat. So var Davíð í Gat hjá Akís og allir hans menn, hver með sínu hyski, Davíð og svo með tveimur sínum kvinnum, Ahínóam af Jesreel og Abigail kvinnu Nabal af Karmel. [ Og er Saul frétti það að Davíð hafði flúið í Gat þá létti hann að leita eftir Davíð.
Og Davíð sagði til Akís: „Hafi eg fundið náð fyrir þínu augliti þá gef mér nokkurn stað til íbúðar í þínu landi. Því skal þjón þinn búa hjá þér í þínum konunglega stað?“ Þá gaf Akís honum Siklag á þeim sama degi. Og þar fyrir er Sikla Júdakónga staður allt til þessa dags. En sá tími sem Davíð bjó í landi þeirra Philistinorum var eitt ár og fjórir mánuðir.
Davíð fór með sína menn og féll inn í land þeirra þjóða sem kölluðust Gessuriter og Gersiter og Amalachiter því að þessar þjóðir höfðu búið í þessum löndum í fyrndinni þar menn fara til Súr allt að Egyptalandi. Og sem Davíð sló landið lét hann hverki lifa karlmenn né kvinnur en tók naut, sauði, uxa, asna, klæði og úlfalda og sneri svo aftur og kom til Akís. En þá mælti Akís: „Hefur þú hvergi áhlaup gjört í dag?“ Davíð svaraði: „Suður á móts við Júda og suður á móti Jerahmeeliter og suður á mót Keniter.“
Og Davíð lét hverki karl né kvinnu lifandi koma til Gat því hann hugsaði: „Ske má að þeir þvætti um oss.“ Svo gjörði Davíð og það var hans siðvani alla þá stund sem hann bjó í landi Philisteis. Og því trúði Akís Davíð og hugsaði: „Hann hefur gjört sig andstyggilegan fyrir sínu fólki. Því skal hann vera minn þjónustumaður ævinlega.“