IX.
Maður er nefndur Kís af ætt Benjamín, sonur Abíel, sonar Serór, sonar Bekórat, sonar Apía, sonar Jemíní, nafnkunnugur maður. [ Kís átti einn son sem hét Saul. Hann var ungur og ásjálegur maður svo þar var enginn dægilegri á meðal Israelissona, hann var höfði hærri en allir aðrir menn.
Kís faðir Saul hafði misst sínar ausnur. Og hann sagði til síns sonar Saul: „Tak einn af þénurunum með þér og tak þig upp og far og leita að ausnunum.“ Og hann fór og gekk í gegnum Efraímsfjallbyggðir og um Salísaland og fann þær ekki. Þar með gengu þeir um land Saalím og þær voru þar ekki. Þeir gengu í gegnum Jemíníland og fundu þær ekki.
En er þeir komu í landið Súf þá sagði Saul til þess sveins sem með honum var: „Kom og skulum við fara heim aftur. Ske má að minn faðir hafi gleymt ausnunum en sé hugsjúkur um okkur.“ En sveinninn svaraði: „Sjá, hér er einn nafnkunnigur maður Guðs í þessum stað og allt það sem hann segir, það skeður. Förum nú þangað, ske má að hann segi okkur vorn veg þann við skulum ganga.“ Saul svaraði: „Ef við förum nú þangað hvað höfum við að gefa þeim manni? Því brauðið er í burt af okkar matarpoka, svo höfum við og öngva aðra skenking sem við megum bera þeim Guðs manni. Hvað höfum við?“ En sveinninn svaraði Saul aftur og sagði: „Sjá, eg hefi einn fjórða part af einum silfurskildingi hjá mér, þann viljum við gefa þessum Guðs manni svo hann segi okkur okkar veg.“
En í forðum tíð í Ísrael var sá siður að þá menn fóru að spyrja ráðs af Drottni þá var so mál manna: „Förum vér og göngum til sjáandans“ því að þeir sem nú kallast prophetar þá sömu kölluðu menn í forðum tíð sjáendur. [
Saul sagði til síns sveins: „Þú sagðir vel, förum og finnum hann.“ En sem þeir gengu að staðnum þar Guðs maður var og nálguðust staðarportið þá fundu þeir meyjar nokkrar sem gengu út að sækja vatn og þeir sögðu til þeirra: „Er sjáandinn hér?“ Þær svöruðu þeim og sögðu: „Já, sjá, þar er hann. Flýtið yður því í dag kom hann í staðinn sökum þess að í dag skal fólkið offra á hæðinni. Nær þið komið inn í staðinn þá finnið hann áður en hann fer upp í hæðina að snæða. Því að enginn maður fær sér mat fyrr en hann kemur því að hann blessar offrið. Eftir það borða þeir sem boðnir eru. Þar fyrir farið upp því að strax nú munu þið finna hann.“
En sem þeir komu upp til staðarins og voru mitt í staðnum, sjá, þá gekk Samúel út í mót þeim og vildi fara upp á hæðina. En Drottinn hafði birt fyrir eyrum Samúel á deginum fyrr áður en Samúel kom: „Eg vil senda einn mann til þín á morgun um þennan tíma af landi Benjamín, þann skalt þú smyrja til eins höfðingja yfir mitt fólk Ísrael að hann frelsi mitt fólk af valdi þeirra Philistinorum. Því eg hefi séð til míns fólks og þeirra kall er komið fyrir mig.“ Nú sem Samúel sá Saul svaraði Drottinn honum: „Sjá, það er sá maður af hverjum eg sagða þér að hann skyldi stjórna yfir mitt fólk.“
Þá gekk Saul til Samúel í portinu þar hann stóð og sagði: „Seg mér, hvar er sjáandans hús?“ [ Samúel svaraði Saul og sagði: „Eg er sjáandinn, gakk upp undan mér á hæð staðarins því að þið skuluð eta með mér í dag. En á morgun vil eg láta þig fara og eg vil segja þér allt þar býr í þínu hjarta. Og um þær ausnur sem þú hefur misst fyrir þremur dögum, ver ekki hugsjúkur því að þær eru fundnar. Og hverjum skal til heyra allt það ið besta sem til er í Ísrael? Skal það eigi vera þitt og alls þíns föðurs húss?“ Saul svaraði: „Er eg ekki einn son af Jemíní og af þeirri minnstu ættkvísl í Ísrael og mín ætt er hin sísta á meðal alls Benjamíns kyns og ætternis. Hvar fyrir þá talar þú fyrir mér svoddan?“
So tók Samúel Saul og hans svein og leiddi þá upp í laufsalinn og setti þá efst á meðal þeirra sem boðnir voru, það var nær þrjátígir manns. Og Samúel sagði til kokksins: „Ber hingað það stykki sem eg fékk þér og bauð að þú skyldir geyma það hjá þér.“ Þá bar kokkurinn einn bóg fram og það sem þar hékk við. Og hann lagði það fyrir Saul og sagði: „Sjá, það eru afleifar, legg fyrir þig og et því það hefur verið geymt handa þér allt til þessa síðan eg innbauð fólkinu.“ So át Saul með Samúel þann dag.
Nú sem þeir gengu ofan af hæðinni til staðarins talaði hann með Saul í loftsalnum. Og þeir stóðu tímanlega upp og sem að daga tók kallaði Samúel Saul í loftsalinn og sagði: „Statt upp að eg láti þig fara.“ Og Saul stóð jafnsnart upp og þeir gengu út hver með öðrum, Saul og Samúel. En sem þeir komu að enda staðarins þá sagði Samúel við Saul: „Seg þínum sveini að hann fari undan okkur.“ Og sveinninn gekk fram undan þeim. „En þú, statt nú kyrr so að eg megi kunngjöra þér hvað Guð hefur sagt.“