VII.

So komu þeir af Kirjat Jearím og fluttu aurk Drottins og færðu hana inn í Abínadab hús í Gíbea. [ Og hans son Eleasar helguðu þeir að hann skyldi varðveita aurk Drottins. Og frá þeim degi að aurk Drottins var í Kirjat Jearím þá liðu langar stundir fram þar til það urðu tuttugu ár og allt Ísraelsfólk [ grét fyrir Drottni.

Þá talaði Samúel til alls Israelisfólks: „Ef að þér snúið yður til Drottins af öllu yðar hjarta og þjónið honum alleina þá mun hann frelsa yður af hendi Philistinorum.“ Þá snöruðu Israelissynir burt frá sér Baalím og Astarót og þjónuðu Drottni einum. Og Samúel sagði: „Samansafnið öllum Israelissonum til Mispa so að eg megi biðja til Drottins fyrir yður.“ Og fólkið kom til samans í Mispa og jusu vatni og helltu því út fyrir Drottin og föstuðu þann sama dag og sögðu í þeim sama stað: „Vér höfum syndgast í móti Drottni.“ Og Samúel var dómandi yfir Ísraelssonum í Mispa.

En sem Philistei heyrðu það að Israelissynir voru komnir saman í Mispa á drógu höfðingjar Philistinorum upp í móti Ísrael. [ Og sem Ísraelssynir heyrðu það óttuðust þeir fyrir Philisteis og sögðu til Samúels: „Lát þú ekki af að biðja fyrir oss til Drottins vors Guðs að hann frelsi oss frá hendi Philistinorum.“ So tók Samúel eitt mjólkurlamb og færir Drottni heilt brennioffur og bað til Drottins fyrir Ísrael. Og Drottinn bænheyrði hann.

Og þegar Samúel offraði brennioffrinu þá komu Philistei og hlupu á Ísrael með bardaga. En Drottinn lét falla miklar reiðarþrumur yfir Philisteos á þeim sama degi og hræddi þá so að þeir féllu fyrir Ísrael. [ Eftir það drógu Ísraelsmenn út af Mispa, ráku flóttann þeirra Philistinorum og slógu þá allt til Betkar.

Síðan tók Samúel einn stein og setti hann í millum Mispa og Sen og kallaði hann Ebeneser og sagði: „Allt hingað til hefur Drottinn hjálpað oss.“ [ So urðu Philistei undirþrykktir og komu ekki upp þaðan í Ísraels landamerki. Og Drottins hönd var mót Philisteis so lengi sem Samúel lifði.

Síðan fengu Israelissynir sínar borgir aftur þær sem Philistei höfðu tekið frá þeim frá Ekron og inn til Gat með þeirra ummerkjum, þeim náði Ísrael aftur af hendi Philistinorum. Því að Ísrael hafði frið með þá Amoriter.

Og Samúel dæmdi Ísrael sína lífstíð. [ Og hann fór hvert ár um kring til Betel og Gilgal og Mispa. Og sem hann hafði dæmt Ísrael í öllum þessum stöðum þá kom hann til Ramat aftur því þar var hans hús og þar dæmdi hann Ísrael. Og þar byggði hann Drottni eitt altari.