IIII.

Og það skeði að Ísraelslýður dró út í mót þeim Philisteis í bardaga og setti sínar herbúðir hjá [ Ebeneser. En þeir Philistei höfðu sett herbúðir í Afek og bjuggust til bardaga í mót Ísrael. Og bardaginn riðlaðist víða um völlu so að Ísraelslýður féll fyrir Philisteis. Og þeir felldu af fylkingum þeirra hartnær fjögur þúsund manns.

En sem fólkið kom til herbúða þá sögðu þeir elstu af Ísrael: „Því mun Drottinn hafa látið oss falla í dag fyrir þeim Philisteis? Vér viljum sækja sáttmálsörk Drottins af Síló og flytja hana hingað til vor og látum hana vera millum vor so hún frelsi oss frá vorra óvina höndum.“ Og almúginn sendi boð til Síló og lét sækja þaðan Guðs allsherja sáttmálsörk sem situr yfir kerúbím. Og þeir tveir Elísynir voru þar með Guðs sáttmálsörk, Ofní og Píneas. Og þegar sáttmálsörk Drottins kom í herbúðir þá æpti allur Ísrael eitt mikið fagnaðaróp so að jörðin tók eftir.

En sem Philistei heyrðu svoddan gleðihróp þá sögðu þeir: „Hvað mun merkja svoddan óp mikils fagnaðarháreystis í herbúðum ebreskra manna?“ Og sem þeir vissu að Drottins örk var komin í þeirra herbúðir þá óttuðust þeir og sögðu: „Guð er kominn í herbúðirnar“ og sögðu enn framar meir: „Vei oss! Ei gekk so til fyrr! Vei oss! Hver vill frelsa oss af þeim megtugum Guða höndum? Þetta eru þeir Guðir sem slógu Egyptaland með allra handa plágum í eyðimörkinni. So styrkist nú og verið hraustir, þér Philistei, so þér þurfið ekki að þjóna Ebreis líka so sem þeir hafa þjónað yður. Berjist nú kallmannlega!“

Philistei hlupu þegar á Ísrael með bardaga svo að Israelismenn urðu slegnir og flýðu hver og einn til síns heimilis. Og þar varð mikið mannfall svo að þar féllu af Ísrael þrjátígi þúsund fótgönguliðs. [30000 fellur af Israeli og aurkin helga hertekin2 Og Drottins örk varð hertekin af Philisteis og þar féllu báðir synir Elí, Ofní og Píneas.

Einn maður af Benjamín flúði úr bardaganum og kom til Síló þann sama dag og hann hafði rifið sín klæði og ausið moldu yfir höfuð sér. Og sjá, þá hann kom þar sat Elí á einum stóli svo hann mætti sjá til vegarins. Því hann var hugsjúkur um Drottins aurk. Og sem maðurinn kom í staðinn þá kunngjörði hann hvað skeð var og allur staðurinn grét með hárri röddu.

En sem Elí heyrði háreysti þessa gráts þá spurði hann: „Hvað veit þetta hark og háreysti?“ [ Þá kom inn sami maður þegar og sagði Elí frá allt hvað títt var (en Elí var átta og níutígi ára gamall og hans augu voru orðin ofskyggn so hann sá ekki). Þá sagði komumaður til hans: „Eg er kominn og flýað eg í dag úr bardaga.“ Elí svaraði: „Minn son, hvað er þar tíðinda?“ Komumaðurinn svaraði honum og sagði: „Ísraelsfólk flýði fyrir Philisteis og þar varð eitt mikið mannfall, svo eru og dauðir báðir þínir synir, Ofní og Píneas, hér með er Guðs örk hertekin.“ En þegar hann nefndi Guðs örk þá féll Elí aftur á bak af stólnum hjá portinu og hálsbrotnaði og andaðist. Því hann var gamall og líkamaþungur maður. Hann dæmdi yfir Ísrael í fjörutígi ár. [

Og hans sonarkona, Píneas kvinna, var með barni og átti skammt eftir að fæða sitt fóstur. En sem hún heyrði þessi tíðindi, að Guðs örk var hertekin og að hennar maður og mágur voru dauðir laut hún niður og varð léttari því að jóðsótt greip hana. Og í því sem hún andaðist þá sögðu þær kvinnur sem sátu yfir henni: „Óttast þú ekki því að þú hefur einn ungan son.“ En hún ansaði öngvu og gengdi því ekki. Þá kallaði hún barnið Íkabóð og sagði: „Dýrðin er horfin frá Ísrael“ sökum þess að Guðs örk var hertekin og sökum síns manns og síns mágs. [ Hún sagði og í annað sinn: „Vegsemdin er í burtu frá Ísrael því Guðs örk er hertekin.“