III.

Og Naemí, hennar mágkona, sagði til hennar: „Mín dóttir, eg vil leita þér hvíldar svo að gott ráð gjörist fyrir þér. Þessi Bóas, vor frændi, hjá hvers ambáttum þú hefur verið, hann vinsar bygg sitt í nótt í sínum lauagarði. Þar fyrir skalt þú laugast og smyrja þig og klæð þig og gakk ofan í lauagarðinn so að enginn sjái þig þar til þeir hafa etið og drukkið. En þá hann gengur að sofa þá hygg þú að vandlega hvar hann liggur, kom síðan og lyft upp ábreiðunni að hans fótum og leggst þar niður. Svo mun hann segja þér hvað þú skalt gjöra.“ Rut svaraði henni og sagði: „Allt það þú segir mér það vil eg gjöra.“

Og hún gekk inn í lauagarðinn og gjörði allt so sem hennar mágkona hafði boðið henni. En sem Bóas hafði etið og drukkið og hann var gleðikenndur fór hann og lagði sig á bak við bindinin. Rut kom leynilega og lyfti upp ábreiðunni að fótum hans og lagðist niður. En sem nú var mið nótt kom ótti yfir Bóas og undran og sá að kvinna lá til hans fóta. Og hann sagði: „Hver ert þú?“ Hún svaraði: „Eg em Rut, þín þénustukvinna. [ Breittu þína vængi yfir þína þénustukvinnu því að þú ert erfinginn.“

En hann sagði: „Blessuð sértu fyrir Drottni, mín dóttir. Þú hefur gjört þá seinni miskunn stærri þeirri hinni fyrstu að þú hefur ekki farið eftir ungum mönnum, hverki ríkum né fátækum. Nú mín dóttir, óttast ekki. Allt það þú segir vil eg gjöra þér því veit allur minn borgarlýður að þú ert dyggðrík stúlka. Nú er það satt að eg em erfinginn. Þó er þar annar nánari en eg. Hvíl þú þig hér í nótt. Vilji hann taka þig á morgun þá er vel. En ef hann vill eigi þá vil eg taka þig, svo sannlega sem Drottinn lifir. Sof þú til morguns.“ Og hún sofnaði til morguns hjá hans fótum.

Og hún stóð upp fyrr en nokkur þekkti annnan. Og hann hugsaði: „Enginn skal fá þetta að vita að þessi kvinna kom í lauagarðinn.“ Og hann sagði: „Lát þú hingað yfirklæði þitt og greið það til.“ Hún gjörði svo. Og hann mælti sex mælir með bygg og lagði það á hana. Og hann kom í staðinn. En hún fór til sinnar mágkonu. Og er hún sá hana spurði hún: „Hvernin hefur þér tilgengið, mín dóttir?“ Og hún kunngjörði henni allt þaðsem þessi maður hafði gjört henni og sagði: „Þessa sex mæla mjöls gaf hann mér því hann sagði: Þú skalt ekki fara með tvær hendur tómar heim til þinnar mágkonu.“ Og hún sagði: „Bíð kyrr, mín dóttir, þar til þú veist hver endalykt á fellur hér um því þessi maður léttir ei fyrr en hann hefur fullgjört það hann hefur talað í dag.“