VIII.

Eftir þetta sagði Drottinn til Jósúa: „Óttast ekki og vertu óhræddur. [ Tak með þér alla bardagamenn og tak þig upp og far upp til borgar Aí. Sjá, eg hefi gefið kónginn af Aí og allt hans fólk, landið og borgina í þínar hendur. Og þú skalt gjöra við borgina Aí og hennar kóng svo sem þú gjörðir við Jeríkóborg og hennar kóng. Fyrir utan það að þér skuluð skipta þeirra herfangi og þeirra öllum fjárhlutum yðar á millum og setjið launsátir á bak við borgina.“

Þá tók Jósúa sig upp og allur hans her og drógu upp til borgar Aí. Og Jósúa útvaldi þrjátígi þúsund einvala liðs og sendi þá út um nótt, bauð þeim og sagði: „Sjáið til, þér skuluð vera í launsátinni bak við borgina. Verið ekki mjög langt frá borginni og verið allir saman reiðubúnir. [ En eg og allt það fólk sem með mér er skulum draga upp í móts við borgarmenn. Og sem þeir hafa sig út í mót oss so sem fyrr þá viljum vér flýja undan þeim so að þeir fari eftir oss þar til vér getum lokkað þá nokkuð frá borginni. Því þeir munu ætla að vér munum flýja undan þeim so sem áður fyrr. En á meðan að vér flýjum fyrir þeim þá skulu þér fara úr launsátrinu og inntaka borgina. Því að Drottinn yðar Guð skal gefa hana í yðar hendur. En þá þér hafið unnið staðinn þá setjið eld í hann og gjörið eftir því sem Drottinn hefur boðið. Sjáið, eg hefi skipað yður þetta.“

Síðan sendi Jósúa þá af stað og þeir fóru í launsátrið bak við borgina og héldu sig í millum Betel og Aí, í vestur frá Aí. En Jósúa var um nóttina hjá fólkinu. En strax tímanlega um morguninn skipaði hann fólkið í fylkingar og dróg upp með þeim elstu af Ísrael fyrir fólkinu í mót Aí og allt stríðsfólkið sem var hjá honum fóru upp, gekk fram og komu til borgarinnar og slógu sínum herbúðum norður frá Aí so að þar var eitt dalverpi í millum þeirra og Aí. Og hann hafði tekið nær fimm þúsund manna og setti þá í launsátrið bak við borgina í millum Betel og Aí, vestur frá borginni. Og þeir fylktu liðinu úr öllum herbúðum norður frá borginni so að annar fylkingarendinn tók vestur fyrir staðinn. En Jósúa gekk þá sömu nótt mitt í dalinn.

En sem kóngurinn af Aí sá þetta þá flýtti hann sér og bjó sig út þegar snemmendis og borgarlýðurinn gaf sig út í mót Ísrael til stríðs og bardaga með öllu sínu liði á einn tilsettan flöt á mörkinni. Því hann vissi ekki af launsátrinu sem var á bak við borgina. En Jósúa og alir Ísraelsmenn létu sem þeir væri slegnir af þeim og flúðu á veginn til eyðimörkur. Þá gjörðu allir borgarmenn mikið heróp og eggjaði hver annan að þeir skyldu reka flóttann. Og þeir sóttu eftir Jósúa og gáfu sig út af borginni svo að þar var ekki einn maður eftir í Aí og Betel sem að eigi væri útfarinn að reka flóttann Ísrael go létu borgina standa opna so þeir mættu sækja eftir Ísrael.

Þá sagði Drottinn til Jósúa: „Lyft upp þínu spjóti sem þú hefur í þinni hendi í móti Aí því eg vil gefa hana í þínar hendur.“ En sem Jósúa upplyfti spjótinu sem hann hafði í sinni hendi í móti borginni þá spruttu þeir menn upp skyndilega sem í launsátrinu voru og hlupu af stað eftir það Jósúa hafði útrétt sína hönd og komu í borgina og unnu hana strax og settu eld í hana. Og sem Aí borgarmenn litu við og sáu hvað títt var og það að reykurinn gekk upp af staðnum í loftið en þeir gátu hvergi flúið, hverki fram né aftur. Og það fólk sem flúið hafði að eyðimörku sneri sér við aftur í móti borgarmönnum og eltu þá.

En sem Jósúa og allur almúgi Ísrael sáu að þeir sem í launsátrinu voru höfðu unnið borgina og inntekið hana fyrst að reykurinn gekk upp af staðnum þá snerust þeir við og slógu borgarmenn Aí. Og þeir af borginni komu og út í móti þeim svo að þeir voru mitt á millum Ísraelssona á allar síður og þeir slógu þá þar til að enginn stóð eftir af þeim né gat undan komist. En kónginn af Aí tóku þeir lifanda og leiddu hann fyrir Jósúa. En sem Ísraelisfólk hafði slegið niður alla Aí innbyggjara með sverðseggjum þar til það þeir voru allir einn með öðrum fallnir þá sneri allur Ísraelslýður til Aí og slógu hana með sverðseggjum. En allt það fólk sem féll á þeim degi, bæði menn og kvinnur, voru að tölu tólf þúsundir, allur borgarlýður Aí.

Jósúa tók ekki sína hönd aftur til sín með hverri hann upphélt spjótinu fyrr en allur borgarlýður Aí var foreyddur. Utan búsmala og herfangið borgarinnar skipti Ísrael sín í millum so sem Drottinn hafði boðið Jósúa. En Jósúa uppbrenndi Aí og gjörði einn grjóthaug þar af sem enn má sjá á þessum degi. Síðan lét han hengja kónginn af Aí upp í eitt tré allt til aftans. [ En eftir sólarfall so bauð Jósúa að hans líkami skyldi takast niður af trénu. Og þeir köstuðu honum undir staðarportið og gjörðu eina grjóthrúgu yfir honum hver að nú enn er til á þessum degi.

Eftir þetta byggði Jósúa Drottni Ísraelis Guði eitt altari á fjallinu Ebal (so sem Móses Guðs þjón bauð Ísraelissonum, so sem skrifað stendur í Móse lögmálsbók, eitt altari af heilum steini sem ekki var höggvinn með járni) og færði þar yfir brennifórnir og þakklætisfórnir og skrifaði þar sama staðar á steinana það annað lögmál sem Móses skrifaði fyrir Ísraelssonum. [

Og allur Ísraelisalmúgi með sínum öldungum og embættismönnum og dómendum stóðu tveimmegin erkurinnar þvert yfir frá prestunum af Leví sem báru sáttmálsörk Drottins, so vel þeir útlendu sem hinir innfæddu, helmingur á fjallinu Grísím og annar helmingur á Ebalfjalli, sem Móses Guðs þénari boðið hafði, að blessa Ísraelissonu. [ Eftir það lét hann úthrópa öll lögmálsins orð um bölvan og blessan sem skrifað stendur í lögmálsbókinni. Þar var ekki eitt orð sem Móses hafði boðið að Jósúa léti það ekki úthrópa fyrir öllu Ísraelisfólki, jafnt fyrir kvinnum og börnum, so sem þeim framanda sem var á meðal þeirra.