V.
En á þeim tíma sem þeir allir kóngar Amoritarum sem bjuggu í vesturátt hinumegin Jórdanar og so allir kóngar Cananitarum með hafinu heyrðu það að Drottinn hafði þurrkað Jórdan fyrir Ísraelsfólki á meðan þeir gengu þar yfir þá æðruðust þeirra hjörtu svo að enginn hughreysti var með þeim fyrir Ísraelssonum. [
Og á þeim tíma sagði Drottinn til Jósúa: „Gjör þér [ steinknífa og umsker Ísraelssonu í annað sinn.“ Og Jósúa gjörði sér steinknífa og umskar Ísraelssyni á þeirri hæð Aralot. Og þessi er sökin þar til því Jósúa umskar allt kallkyns í Ísrael sem komið var af Egyptalandi. Því að allt stríðsfólk var andað í eyðimörku á veginum þá þeir fóru af Egyptalandi. Því að allt það fólk sem útgekk þaðan var umskorið. En það allt fólk sem fæddist í eyðimörkinni meðan þeir voru á veginum frá Egyptalandi var ekki umskorið. Því Ísraelssynir gengu fjörutígi ár um þá eyðimörk þangað til að allt það stríðsfólk sem kom af Egyptalandi var dautt því að þeir hlýddu ekki raust Drottins. So sem Drottinn hafði svarið þeim að þeir skyldu ekki sjá það land sem Drottinn sór þeirra feðrum að gefa oss eitt land þar sem mjólk og hunang inniflýtur. Þeirra sonu sem upp voru komnir í þeirra stað, þá alla umskar Jósúa því þeir höfðu yfirhúð og voru ekki umskornir á veginum. Og sem fólkið var allt saman umskorið þá voru þeir kyrrir í þeim sama stað í herbúðunum þar til sár þeirra voru gróin.
Og Drottinn sagði til Jósúa: „Í dag hefi eg tekið egypskra manna brigsli frá yðu.“ OG þessi staður kallast Gilgal allt til þessa dags. [
Og sem að Ísraelssynir höfðu herbúðir sínar í Gilgal þá héldu þeir páska á völlum Jeríkó þann fjórtánda dag mánaðarins að kveldi, og átu af landsins korni á öðrum páskadegi, sem var ósýrt brauð og steikt aux, á þeim sama degi. [ Þaðan í frá þraut man, á þeim öðrum degi sem þeir átu af landsins korni, svo Ísraelsfólk hafði ekki þaðan í frá man heldur átu þeir af Kanaanslands korni á þessu sama ári. [
Og það skeði so þá Jósúa var hjá Jeríkó að hann upplyfti sínum augum og hann sá að þar stóð maður gagnvart honum með brugðnu sverði. [ Og Jósúa gekk til hans og sagði: „Ertu af voru liði eða vorra óvina?“ En hann svaraði og sagði: „Nei ekki, heldur er eg höfðingi drottinlegs hers og em nú kominn.“ Þá féll Jósúa til jarðar á sitt andlit, tilbað hann og sagði: „Hvað segir minn herra til síns þénara?“ En höfðinginn yfir Guðs her sagði til Jósúa: „Drag þína skó af þínum fótum því þessi staður er heilagur sem þú stendur á.“ Og Jósúa gjörði so.