Móses ásamt öllum öldungunum af Ísrael bauð fólkinu og sagði: „Haldið öll þessi boðorð sem ég býð yður í dag. Og á þeim tíma nær eð þér gangið yfir um Jórdan í það landið sem Drottinn Guð þinn mun gefa þér þá skalt þú reisa upp stóra steina og hvítfága þá utan með kalklími og skrifa á þeim öll þessi lögmálsins orð nær eð þú kemur þar yfir um, so að þú innkomir í það landið sem Drottinn Guð þinn mun gefa þér, eitt land þar eð mjólk og hunang flýtur úti, svo sem Drottinn Guð feðra þinna hefur sagt þér.
Nær eð þér gangið nú yfir um Jórdan þá skulu þér reisa upp þá sömu steina á fjallinu Ebal (so sem að ég býð yður í dag) og hvítfága þá með kalklími. [ Og þú skalt uppbyggja þar Drottni Guði þínum eitt altari af steinum, það sem ekki neitt járn kemur yfir. Þú skalt byggja það sama Drottins Guðs þíns altari af heilum steinum og offra Drottni Guði þínum brennioffur þar upp á. Þú skalt og offra þakkargjörðaroffri og neyta þess þar og gjöra þig glaðan fyrir Drottni Guði þínum. Og þú skalt skrifa öll orðin þessa lögmáls klárlega og skýrlega á þá sömu steina.“
Og Móses og prestarnir og Levítarnir töluðu við allan Ísrael og sögðu: „Hygg að og heyr þú til, Ísrael. Þú ert orðinn í dag Guðs þíns fólk að þú skulir hlýða Drottins Guðs þíns raust og gjöra eftir hans boðorðum og réttindum sem ég býð þér í dag.“
Og Móses bauð fólkinu þann sama dag og sagði: „Þessir skulu standa upp á fjallinu Grísím til að blessa fólkið nær eð þér eruð komnir yfir um Jórdan: Símeon, Leví, Júda, Ísaskar, Jósef, Benjamín. Og þessir skulu standa upp á fjallinu Ebal til að bölva: Rúben, Gað, Asser, Sebúlon, Dan og Neftalí. [ Og Levítarnir skulu upphefja og segja til hvers manns af Ísrael með hárri raust:
Bölvaður veri sá sem gjörir einn afguð elligar eina smíðaða líkneskju hver að er ein svívirðing fyrir Drottni, eins hags manns handaverk, og setur hana í leyni. [ Og allt fólkið skal svara og segja: Amen.
Bölvaður veri sá sem blótar föður sínum og móðir. Og allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður veri sá sem saman færir landamerki síns náunga. Og allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður veri sá sem lætur hinn blinda villast á veginum. Og allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður sé sá sem hallar rétti hins framanda, hins föðurlausa og ekkjunnar. Og allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður veri sá sem liggur í hjá síns föðurs húsfreyju, að hann upplyftir so síns föðurs faldi. [ Og allt fólkið segi: Amen.
Bölvaður veri sá sem liggur hjá nokkurs konar fénaði. Og allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður veri sá sem liggur með systur sinni sem að er dóttir hans föðurs eður hans móður. Og allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður veri sá sem liggur hjá móður húsfreyju sinnar. Og allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður veri sá sem slær sinn náunga leynilegana. Og allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður veri sá sem tekur gjafir til þess að slá sálina hins saklausa blóðsins. Og allt fólkið skal segja: Amen.
Bölvaður veri sá sem ekki fullkomnar öll orðin í þessu lögmáli so að hann gjörir þar eftir. [ Og allt fólkið skal segja: Amen.“