Þegar eð þú dregur í stríð á mót þínum óvinum og þú sér að það fólk hefur fleiri víghesta og vagna en þú þá vert ekki hræddur fyrir þeim því að Drottinn Guð þinn sem útleiddi þig af Egyptalandi er með þér. [ Nær eð þér komið nú þar í nánd sem bardaginn á að vera þá skal presturinn framganga og tala fyrir fólkinu og segja til þess: „Heyr þú Ísrael. Þér gangið í dag í bardaga mót yðar óvinum. Yðar hjörtu skulu ekki vantreysta, hræðist ekki og skelfist ekki og kvíðið ekki fyrir þeim því að Drottinn Guð yðar gengur með yður so að hann vill berjast fyrir yður móti yðar óvinum til að hjálpa yður.“
En hershöfðingjarnir skulu tala fyrir liðinu og segja: „Hver sá maður sem upp hefur byggt eitt nýtt hús og hefur enn nú ekki [ vígt það, sá fari í burt og blífi í sínu húsi að hann falli ekki í stríðinu og það einn annar skuli þá vígja það. Hver sem að plantað hefur einn víngarð og hefur enn ekki gjört hann almennilegan, sá gangi í burt og veri heima að hann deyi ekki í stríðinu og einn annar skuli gjöra hann almennilegan.
Hver hann hefur trúlofað sig einni konu og hefur enn nú ekki haft hana heim til sín, sá gangi burt og veri heima að hann falli ekki í stríðinu og skuli þó annar hafa hana heim.“
Og hershöfðingjarnir skulu enn framarmeir tala til fólksins og segja: „Hver hann er hræddur og ragur í sínu hjarta gangi sá í burt og veri heima að hann skuli ekki hræðslufull gjöra hjörtun sinna bræðra líka so sem það hans hjarta er.“ Og nær eð hershöfðingjarnir hafa nú út talað sínu máli fyrir fólkinu þá skulu þeir setja hina æðstu yfir herinn fremst í fylkingunni fyrir liðinu.
Nær eð þú dregur inn fyrir nokkurn stað til að stríða á móti honum þá skaltu fyrst bjóða þeim frið. Svarar hann þá til vinsamlega og lætur upp fyrir þér þá skal allt það fólk sem þar verður inni fundið vera þér skattgilt og undirgefið. En vilji hann ekki höndla friðsamlega við þig og vill stríða í gegn þér þá sestu um hann. Nær Drottinn Guð þinn gefur þér hann í þína hönd þá skalt þú með sverðseggjum í hel slá allt hvað þar er kallkyns inni. [ Fyrir utan konur og börn og búsmalann og allt það sem þar er í staðnum og öllu herfangi skalt þú útskipta á millum yðar. Og þú mátt eta út af býtinu þinna óvina sem Drottinn Guð þinn hefur gefið þér. Líka so skalt þú og gjöra við alla þá staði sem liggja langt í burt frá þér og ekki eru af þeim stöðunum þessa fólks.
En í stöðunum þessa fólksins sem Drottinn Guð þinn mun gefa þér til arftöku skalt þú ekki neitt láta það lifa sem andardrátt hefur heldur skalt þú foreyða þeim öllum, einkum sem eru þeir Hetíter og Amoríter og Kananíter og Peresíter, Hevíter og Jebúsíter, so sem það Drottinn Guð þinn hefur boðið þér, upp á það að þeir skulu ekki læra yður að gjöra eftir allri þeirra svívirðing sem þeir plaga að gjöra við sína afguða og að þér syndgist ekki við Drottin Guð yðarn. [
Nær eð þú hlýtur lengi að liggja fyrir einhverjum stað móti hverjum þú stríðir so að þú vilt yfirvinna hann, þá skalt þú ekki fordjarfa þau aldintrén so að þú höggvir þau niður með öxinni því að þú kannt að eta aldini af þeim, þar fyrir skalt þú ekki uppræta þau. Því að þau eru tré á jörðu en ekki menn, að þau kunni að vera svo eitt hervirki yfir þér. En þau tré sem mann kann ekki að eta af þau skalt þú fordjarfa og höggva eitt hervirki þar út af í gegn þeim staðnum sem stríðir á móti þér þangað til að þú hefur vald yfir honum.