Þessi eru þau lögin og boðorðin og réttindin sem Drottinn Guð yðar hefur boðið að þér skuluð læra og gjöra þau í því landinu sem þér nú innfarið til að eignast. Að þú skalt óttast Drottin Guð þinn og halda öll hans réttindi og boðorð, þau sem að ég býð þér, bæði þú og þín börn og þín barnabörn um alla yðra lífdaga so að þér megið lengi lifa. Og þú, Ísrael, skalt heyra og varðveita þetta og gjöra þar eftir so að þér gangi vel og megir so fjölgast miklu meir svo sem það Drottinn Guð feðra þinna hefur lofað þér því landi sem mjólk og hunang inniflýtur.
Heyr þú, Ísrael, Drottinn Guð vor er einn Drottinn. [ Þú skalt elska Drottin Guð þinn af öllu þínu hjarta, af allri önd þinni og af öllum þínum formætti. Og þessi orð sem ég býð þér í dag skalt þú rótfesta í hjarta þínu og þú skalt [ brýna þau alljafnt fyrir börnum þínum og ræða um þau nær eð þú situr í þínu húsi og þú nær eð þú gengur um farinn veg, nær eð þú leggur þig niður og stendur upp. Og þú skalt binda þau til merkis á þína hönd og þau skulu vera þér minningarteikn fyrir þínum augum og þú skalt skrifa þau upp yfir gáttum og dyrum þíns heimilis.
Nær eð Drottinn Guð þinn leiðir þig inn í það landið sem hann hefur svarið þínum forfeðrum Abraham, Ísak og Jakob, að gefa þér stóra og ágæta staði hverja eð þú hefur ekki uppbyggt og húsin full með allsháttuð auðæfi þau sem þú hefur þó ekki uppfyllt og úthöggna brunna þá sem þú hefur ekki úthöggvið og víngarða og olíugarða þá sem þú hefur ekki plantað, so að þú etir og verðir mettur, þá vara þig við því að þú forgleymir ekki Drottni þeim sem útleiddi þig af Egyptalandi, af þrældómshúsinu. Og þú skalt ekki eftirfylgja annarlegum guðum þess fólksins sem í kringum þig er því að Drottinn Guð inn er einn vandlátur Guð á meðal þín, so að reiði Drottins Guðs þíns uppæsist ekki yfir þig og afmái þig af jörðu.
Þér skuluð ekki freista Drottins Guðs yðars svo sem að þér freistuðuð hans í Mara, heldur skuluð þér halda boðorð Drottins Guðs yðvars og vitnisburði og hans réttindi þau sem hann hefur boðið, so að þér megi vel vegna og að þú megir innfara og eignast það góða landið hvert eð Drottinn hefur svarið þínum forfeðrum, að hann skuli útdrífa alla þína óvini fyrir þér so sem það Drottinn hefur sagt. [
Nær eð sonur þinn spyr þig nú að í dag eða á morgun og segir: „Hvaða vitnisburðum, boðorðum og réttindum er það sem Drottinn Guð vor hefur boðið yður?“ þá skalt þú segja til sonar þíns: „Vér vorum þrælar faraónis í Egyptalandi og Drottinn hann útleiddi oss af Egyptalandi með voldugri hönd og Drottinn gjörði furðumikil og hræðileg undur og stórmerki yfir Egyptalandi og faraó og öllu hans heimkynni fyrir vorum augum. [ Og hann leiddi oss út þaðan so að hann innleiddi oss og gæfi oss það land sem hann hafði svarið forfeðrum vorum. Og Drottinn hefur boðið oss að gjöra eftir öllum þessum réttindum að vér skulum óttast Drottin Guð vorn so að oss gangi vel alla vora lífdaga so sem að það gengur nú þennan dag. Og það skal vera vort réttlæti fyrir Drottni vorum Guði ef að vér höldum og gjörum öll þessi boðorð sem hann hefur boðið oss.“