Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Bjóð þú Ísraelssonum og seg til þeirra: Þá þér komið í Kanaansland þá skal það land sem yður hlotnast til arfs í Kanaanslandi hafa sín landamerki. [ Það syðra landshornið skal taka frá eyðimörkinni Sín hjá Edóm svo yðar landamerki í suður sé frá enda þess salta Hafs sem liggur í austur. Og það landamerki sem liggur frá suðri upp í mót Akrabím og í gegnum Sinna og tekur í frá suðri allt til Kades Barnea og nær allt til þess þorps Adar og gengur í gegnum Asmón og tekur allt frá Asmón til Egyptílækjar og skulu endast við sjóinn.
En landamerkin í vestur skulu vera það mikla haf. Það skal vera yðar landamerki vestur frá.
En landamerki norður frá skulu þessi vera: Þér skuluð mæla frá því stóra hafi til fjallsins Hór og frá fjallinu Hór skulu þér mæla allt að Hamat og það skal ganga út allt til landamerkja Sebada og þau sömu ummerki taki allt til Sífrón en endast hjá því þorpi Enon. Þetta skulu vera yðar landamerki í norðurátt.
Og þér skuluð mæla yðar landamerki í austur frá þeim bý Enan til Sefam. Og landamerkið skal ganga niður frá Sefam til Ribla austanvert við Aín. Þar eftir skal það ganga ofan eftir og beygja sig til sjávarsíðunnar Kíneret til austurs og þaðan að Jórdan. So skal það endast við það salta hafið. Þetta skal vera yðart land allt um kring með sínum ummerkjum.“
Og Móses bauð Ísraelssonum og sagði: „Þetta er það land sem þér skuluð skipta á millum yðar eftir hlutfalli, hvert Drottinn bífalaði að gefa Ísraelissonum, þeim níu kynkíslum og þeim hálfum kynþætti.“ [ Því að ættkvísl sona Rúben eftir þeirra feðra húsi og Manasses hálf ættkvísl hefur tekið sinn hlut. So eru þær tvær ættir og það hálft slekti með þeirra arfskipti í burt á þessa síðu Jórdanar í austri gegnt Jeríkó.
Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Þessi eru nöfn þeirra manna sem skipta skulu landinu með yður: Presturinn Eleasar og Jósúa son Nún. [ Þar fyrir skulu þér taka hvern ættarhöfðingja til að skipta landinu. Og þetta eru nöfn þeirra manna: Kaleb son Jefúnne af Júda kyni, Semúel son Amíhúd af Símeon kyni, Elídad son Kíslon af Benjamín kyni, Búkí son Jaglí höfðingi yfir kyni sona Dan, Haníel son Efóð höfðingi fyrir kyni sona Manasse, af sonum Jósef Kemúel son Siftan höfðinginn yfir kyni sona Efraím, Elísafón son Parnak höfðinginn yfir kyni sona Sebúlon, Paltíel son Asar höfðinginn yfir kynþátt sona Ísaskar, Abíhúd son Selómí höfðinginn yfir kynþátt Asser, Pedahel son Ammíhúd höfðinginn yfir kynþátt sona Neftalí. Þessir eru þeir sem Drottinn bauð að skipta aurfunum með Ísraelssonum í Kanaanslandi.