Þá Móses hafði uppreist tjaldbúðina, smurt hana og helgað öll hennar ker og so smurt og helgað altarið með öllum sínum umbúnaði, þá offruðu Ísraelis höfðingjar, þeir sem helstir voru í þeirra feðra húsi. [ Því þeir voru þeir inu yppurstu á meðal kynþáttanna og stóðu fyrst á meðal þeirra sem taldir voru. Og þeir báru sitt offur fram fyrir Drottin: Sex hlaðna vagna og tólf uxa, já eirn vagn fyrir tvo höfðingja, og eirn uxa fyrir hvörn af þeim, og þeir færðu þetta fyrir tjaldbúðina.
Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Meðtak þú það af þeim so það megi vera til þjónustugjörðar í vitnisburðarins tjaldbúð og gef það Levítunum, sérhvörjum eftir sínu embætti.“ Þá tók Móses vagnana og uxana og gaf Levítunum þá. Og hann gaf sonum Gersons tvo vagna og fjóra uxa eftir þeirra embætti. Og hann gaf sonum Merarí fjóra vagna og átta uxa eftir þeirra embætti undir Ítamar Arons prests sona hendi. En hann gaf sonum Kahat ekkert fyrir því að þeir höfðu eitt heilagt embætti á sér og urðu að bera á sínum öxlum.
Og höfðingjarnir offruðu til altarisins vígslu á þeim degi sem það var vígt og offruðu þeirra gáfum fyrir altarið. Og Drottinn sagði til Mósen: „Láttu sérhvörn höfðingjanna færa sitt offur fram á sínum degi til altarisins vígslu.“
Á fyrsta degi offraði Nahasson son Ammínadab af ætt Júda sínum gáfum. [ Og hans gáfa var eitt silfurfat hundrað og þrjátygi sikla vert, ein silfurskál sjötygi sikla verð eftir helgidómsins sikli, hvorttveggja fullt af hveitimjölssarla, mengað með oleo, til eins matoffurs. Þar til ein gullskeið tíu sikla gulls verð, full af reykelsi, eirn uxi af nautunum, eirn hrútur, eitt lamb ársgamalt til brennioffurs, einn kjarnhafur til syndaoffurs, og tveir uxar til eins þakkaroffurs, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm lömb ársgömul. Þetta eru gáfur Nahasson sonar Ammínadab.
Á öðrum degi offraði Netaneel son Súar höfðingi Ísaskar. [ Hans gáfa var eitt silfurfat hundrað og þrjátygi sikla virði, ein silfurskál sjötygi sikla verð eftir helgidómsins sikli, hvorttveggja fullt af hveitimjölssarla, mengað með oleo, til eins matoffurs. Þar til ein gullskeið tíu sikla gulls verð, full af reykelsi, einn uxi af nautunum, eirn hrútur, eitt lamb ársgamalt til brennioffurs, einn kjarnhafur til syndaoffurs og tvö yxn til þakkoffurs, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm lömb ársgömul. Þetta eru gáfur Netaneel sonar Súar.
Á þriðja degi offraði Elíab son Helon höfðingi yfir sonum Sebúlon. [ Hans gáfa var einn silfurdiskur hundrað og þrjátygi siclos verður, ein silfurskál sjötygi sicel verð eftir helgidómsins sikli, hvorttveggja fullt af hveitimjölssarla, blandað með oleo, til eins matoffurs, ein gullskeið tíu sikla gulls verð full af reykelsi, einn uxi af nautunum, einn hrútur og eitt lamb ársgamalt til brennifórnar, einn kjarnhafur til syndaoffurs, og tveir uxar til þakkoffurs, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm lömb ársgömul. Þessar eru gáfur Elíab sonar Helon.
En fjórða daginn offraði Elísúr son Sedeúr höfðinginn fyrir sonum Rúben. [ Hans gáfa var eirn silfurdiskur hundrað og þrjátygi sikla verður, ein silfurskál sjötygu sikla verð eftir helgidómsins sikli, hvorttveggja fullt af hveitimjölssarla blandað með oleo til matoffurs, ein gullskeið tíu sikla gulls verð full af reykelsi, einn uxi af nautunum, eirn hrútur, eitt ársgamalt lamb til eins brennioffurs, eirn kjarnhafur til eins syndaoffurs, og tveir uxar til eins þakkaroffurs, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar, og fimm lömb ársgömul. Þetta er gáfa Elísúr sonar Sedeúr.
En fimmta dag offraði Selúmíel son Súrí Sadaí höfðinginn af sonum Símeonis. [ Hans gáfa var eirn silfurdiskur hundrað og þrjátygi sikla verður, ein silfurskál sjötygi sikla verð eftir helgidómsins sikli, hvorttveggja fullt með hveitimjölssarla blandað með oleo til matoffurs, ein gullskeið tíu sikla gulls verð full af reykelsi, eirn uxi af nautunum, einn hrútur, eitt ársgamalt lamb til brennifórnar, eirn geithafur til eins syndaoffurs, og tveir uxar til þakkaroffurs, fimm hrútar, geithafrar fimm og fimm lömb ársgömul. Og þessar eru gáfur Selúmíel sonar Súrí.
Á sjötta degi offraði Elísaf son Degúels höfðingi yfir sonum Gað. [ Hans gáfa var eirn silfurdiskur hundrað og þrjátygu sikla verður, ein silfurskál sjötygi sikla verð eftir helgidómsins sikli, hvorttveggja fullt með hveitimjölssarla blandað með oleo til matoffurs, ein gullskeið tíu sikla gulls verð full af reykelsi, eirn uxi af nautunum, einn hrútur, eitt ársgamalt lamb til brennifórnar, eirn geithafur til syndaoffurs, og tveir uxar til þakkaroffurs, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm lömb ársgömul. Og þessar eru gáfur Elísaf son Degúel.
En sjöunda dag offraði Elísama son Amíhúd höfðinginn yfir Efraíms sonum. [ Hans gáfa var ein silfurdiskur hundrað og þrjátygi sikla verður, ein silfurskál sjötygi sikla verð eftir helgidómsins sikli, hvorttveggja fullt af hveitimjölssarla blandað með oleo til eins matoffurs, ein gullskeið tíu sikla gulls verð full af reykelsi, eirn uxi af fénaðinum, einn hrútur, eitt ársgamalt lamb til brennioffurs, einn kjarnhafur til syndaoffurs, og tvö yxn til þakkoffurs, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar, fimm lömb ársgömul. Þetta eru gáfur Elísama son Amíhúd.
Á áttunda degi offraði Gamlíel son Pedasúr höfðingi yfir Manasse sonum. [ Hans gáfa var eirn silfurdiskur hundrað og þrjátygi sikla verður, ein silfurskál sjötygi sikla verð eftir helgidómsins sikli, hvorttveggja fullt af hveitimjölssarla blandað með oleo til matoffurs, ein gullskeið tíu siclos gulls verð full af reykelsi, eirn uxi af nautunum, eirn hrútur, ársgamalt lamb til brennifórnar, einn kjarnhafur til eins sydaoffurs, og tveir uxar til þakkaroffurs, fimm hrútar, kjarnhafrar fimm, og fimm lömb ársgömul. Þetta eru gáfur Gamlíel sonar Pedasúr.
Þann níunda dag offraði Abídan son Gedeon höfðinginn fyrir sonum Benjamíns. [ Hans gáfa var eirn silfurdiskur hundrað og þrjátygi siclos verður, ein silfurskál sjötygi siclos verð eftir helgidómsins sikli, hvorttveggja fullt af hveitimjölssarla blandað með oleo til matoffurs, ein gullskeið tíu siclos verð full af reykelsi, einn uxa af nautunum, einn hrútur, eitt ársgamalt lamb til brennioffurs, einn kjarnhafur til syndaoffurs, og tveir uxar til þakkaroffurs, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar, fimm lömb ársgömul. Og þetta eru nú gáfur Abídans sonar Gídeoní.
Tíunda dag offraði Ahíeser son Ammí-Sadaí höfðingi fyrir sonum Dan. [ Hans gáfa var eirn silfurdiskur hundrað og þrjátygi siclos verður, ein silfurskál sjötygi siclos verð eftir helgidómsins sikli, hvorttveggja fullt af hveitimjölssarla blandað með oleo til matoffurs, ein gullskeið tíu siclos gulls verð full af reykelsi, eirn uxi af nautunum, einn hrútur, eitt ársgamalt lamb til brennioffurs, eirn kjarnhafur til syndaoffurs, og tveir uxar til þakkaroffurs, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar, fimm lömb ársgömul. Og þetta eru nú gáfur Ahíeser sonar Ammí-Sadaí.
Þann ellefta dag offraði Pagíel son Okran höfðinginn fyrir sonum Assers. [ Hans gáfa var eirn silfurdiskur hundrað og þrjátygi siclos verður, ein silfurskál sjötygi siclos verð eftir helgidómsins sikli, hvorttveggja fullt af hveitimjölssarla blandað með oleo til matoffurs, ein gullskeið tíu siclos gulls verð full af reykelsi, einn uxi af nautunum, einn hrútur, eitt ársgamalt lamb til brennioffurs, einn kjarnhafur til syndaoffurs, og tveir uxar til þakkaroffurs, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar, fimm lömb ársgömul. Og þetta eru nú gáfur Pagíel sonar Okran.
En þann tólfta dag offraði Ahíra son Enan höfðingi fyrir sonum Neftalí. [ Hans gáfa var einn silfurdiskur hundrað og þrjátygi siclos verður, ein silfurskál sjötygi siclos verð eftir helgidómsins sikli, hvorttveggja fullt af hveitimjölssarla blandað með oleo til eins matoffurs, ein gullskeið tíu siclos gulls verð full af reykelsi, eirn uxi af nautunum, eirn hrútur, eitt ársgamalt lamb til brennioffurs, einn kjarnhafur til syndaoffurs, og tveir hrútar til þakkoffurs, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar, fimm lömb ársgömul. Og þetta eru gáfur Ahíra sonar Enan.
Þetta er altarisins vígsla þann tíma þá það var vígt, til hvörs að Ísraels höfðingjar offruðu þessa tólf silfurdiska, tólf silfurskálir, tólf gullskeiðir. [ So að hvör diskur vóg hundrað og þrjátygi siclos silfurs og hvör ein skál þrjátygi siclos, svo að summan alls silfursins af þessum kerum var að vigt tvö þúsund og fjögur hundruð siklar eftir helgidómsins sikli, og þær tólf gullskeiðir fullar af reykelsi, og hélt sérhvör tíu siclos eftir helgidómsins sikli, so að summan gullsins í skeiðunum var að vigt hundrað og tuttugu sicli.
Talan á uxunum til brennioffursins voru tólf uxar, tólf hrútar, tólf lömb ársgömul með þeirra matoffri, og tólf kjarnhafrar til syndaoffurs. Og summan af uxunum til þakkoffursins voru fjórir og tuttugu uxar, sextygi hrútar, sextygi kjarnhafrar, sextygi lömb ársgömul. Þetta var altarisins vigslan þá það var vígt.
Og þá Móses gekk inn í vitnisburðarins tjaldbúð að leita atkvæðis þá heyrði hann röddina tala við sig af náðarstólnum sem var ofan á vitnisburðarins örk, í millum þeirra tveggja kerúbím, þaðan var talað við hann.