Og Drottinn sagði til Mósen: „Tala þú til prestanna Arons sona og seg þú til þeirra: Enginn prestur skal gjöra sig óhreinan á nokkrum framliðnum af sínu fólki, utan á sínum skyldum sem honum nánastur er, sem að er hans móðir, hans faðir, hans son, hans dóttir, hans bróðir og hans systir sem enn er jungfrú og er nú enn hjá honum og hefur ekki átt mann. [ Við þessa má hann saurga sig. Annars skal hann ekki gjöra sig saurugan við nokkurn annan honum skyldan á meðal hans fólks so að hann vanhelgi sig ekki.
Hann skal og ekki raka nokkra krúnu á sitt höfuð og eigi heldur raka sitt skegg af og eigi heldur skera nokkurt teikn á sinn líkama. [ Þeir skulu vera heilagir fyrir sínum Guði og eigi vanhelga þeirra Guðs nafn, því þeir offra Drottins offri, þeirra Guðs brauði. Þar fyrir skulu þeir vera heilagir.
Þeir skulu ekki ganga að eiga nokkra portkonu eða þá sem er legin eða þá sem er skilin frá sínum manni, því hann er heilagur sínum Guði. Þar fyrir skalt þú halda hann helgan, því hann offrar síns Guðs brauði. Hann skal vera þér heilagur, því ég Drotitnn er heilagur sem yður gjörir heilaga.
Nær ein kennimanns dóttir tekur að fremja saurlifnaða, hana skal brenna í eldi, því hún hefur skammað sinn föður.
Sá sem inn yppsti prestur er á meðal sinna bræðra, yfir hvörs höfuð að hellt er því smurningaroleo, og hans hönd er uppfylld, svo hann er klædtckinn, hann skal ekki vera beru höfði og ekki skera sín klæði. Og hann skal ekki koma nær nokkurs dauðs manns líkama og hann skal ekki saurga sig, hvorki á föður né móður. Hann skal og ekki ganga af helgidóminum so hann vanhelgi ekki síns Guðs helgidóm. Því sú hin helga kóróna og hans Guðs smurningaroleum er á honum. Ég er Drottinn.
Hann skal taka sér eina jungfrú til eiginkonu en öngva ekkju eða manni fráskilda eða legna eða lausakonu, heldur skal hann taka sér eina jómfrú af sínu fólki sér til eiginkonu so hann vanhelgi ekki sitt sæði á millum síns fólks. Því ég er Drottinn sem hann gjörir helgan.“
Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú við Aron og seg þú: Nær þar er nokkur vansköpun á nokkrum manni af þínu sæði í yðar ætt, þá skal hann ekki ganga fram að offra síns Guðs brauði. Því að enginn sá sem hefur nokkurn brest skal ganga fram, sé hann blindur, haltur, nefljótur, eða sá sem hefur nokkra hindran með vansköpuðum limum eður fótbrotinn eða handlama eða hryggbrotinn eða hafi hann vagl á auga eða sé hann skakkeygður eða skurfóttur eða kláðugur eða kviðslitinn.
Enginn prestur af Arons sæði sem hefur nokkuð soddan fyrirgreint lýti á sér skal ganga fram að offra Drottins offri, því hann hefur soddan lýti. Þar fyrir skal hann ekki ganga fram að offra síns Guðs brauði. En þó má hann eta af brauði Drottins, bæði af því heilaga og so af því allra heilagasta, en þó skal hann ekki ganga til fortjaldsins og eigi heldur framan til altarisins, fyrst hann hefur soddan lýti, svo hann ekki vanhelgi minn helgidóm. Því ég er Drottinn sem að gjörir þá heilaga.“ Þetta mælti Móses við Aron og hans sonu og við öll Ísraelisbörn.