Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Bjóð þú Aroni og hans sonum, segjandi: Þetta er brennioffursins lögmál. [ Brennifórnin skal brennast á altarinu alla nóttina allt til morguns. En altarisins eldur skal alleinasta brenna þar uppá. Og presturinn skal færa sig í sinn línkyrtil og draga sínar línhosur á sinn líkama og hann skal burt taka öskuna sem brennioffursins eldur hefur gjört á altarinu og steypa henni niður hjá altarinu. Síðan skal hann færa sig af sínum klæðum og fara í aunnur klæði og bera öskuna út utan fyrir herbúðirnar á eirn hreinan stað.
Eldurinn skal brenna á altarinu og aldrei slokkna. Presturinn skal hvern morgun ala eldinn á því og leggja brennifórnina þar uppá og upptendra þakkoffursins feiti þar uppá. Eldur sá skal eilíflega brenna á altarinu og aldrei slokkna.
Og þetta er matoffursins lögmál sem Arons synir skulu offra yfir altarinu fyrir Drottni. [ Kennimaðurinn skal upplyfta hremmingi sínum fullum með sarla af matoffrinu og af viðsmjöri og öllu saman reykelsinu sem liggur uppá matoffrinu og skal uppkveikja það á altarinu til eins sæts ilms, Drottni til eirnrar minningar. En Aron og hans synir skulu eta það sem afgeingur og þeir skulu eta það ósýrt í helgum stað í tjaldbúðargarðinum. Þeir skulu ekki baka það með súrdeigi því það er þeirra partur sem ég hefi gefið þeim af mínu offri. Það skal vera þeim það allra helgasta, so sem syndoffur og skuldoffur. Allt kallkyns meðal Arons sona skal eta það. Það skal vera eitt eilíft lögmál yðrum eftirkomendum um fórnfæringar Drottins. Enginn skal snerta það utan hann sé vígður.“
Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Þetta skal vera það offur sem Aron og hans synir skulu offra Drottni á þeim degi sem hann er smurður. Hveitimjölssarla, tíundi partur af einu efa, sem er eitt daglegt matoffur, hálfpart um morguninn og annan helming um aftaninn. Það skaltu tilreiða með viðsmjöri í eirnri pönnu og bera það svo steikt fram. Og soddan skaltu offra bakað í stykkjum Drottni til eins sæts ilms. Og presturinn sá sem smurður er á meðal hans sona í hans stað skal það gjöra. Það er ein eilíf skikkan fyrir Drottni. Það skal brennast alltsaman. Því að allt kennimanna matoffur skal með öllu uppbrennast og ekkert etast þar af.“
Og Drottinn mælti við Mósen og sagði: „Tala þú við Aron og hans sonu, segjandi: Þetta er syndaoffursins lögmál. [ Þú skalt og slátra syndafórninni í þeim sama stað sem þú sæfir brennifórnina, fyrir Drottni. Það er það helgasta. En presturinn sem syndafórnina offrar skal eta það í helgum stað í tjaldbúðargarðinum. Enginn skal koma við það kjöt nema sá sem vígður er. Ef það blóð slettist uppá nokkuð fat þá skal það sem uppáslettist þvost í helgum stað. Og sá leirpottur sem það er soðið í skal í sundur slást. En sé það soðið í einum koparpotti þá skal fægja hann og þvo með vatni. En allt það syndoffur hvörs blóð sem inn verður borið í vitnisburðartjaldbúð til eirnrar forlíkunar í helgidóminum það skal ekki etast heldur uppbrennast með eldi.