Þegar nokkur sál syndgast í því að hún heyrir nokkurn bölva og hún er vitni þar til og hefur það séð eða fornumið og segir ekki til, hún er sökuð fyrir sitt brot. Eða nær ein sál kemur við nokkuð óhreint, hvort það er heldur eitt hræ af óhreinu dýri eða af fénaði eða af skriðkvikindi, og veit það ekki, hún er saurguð og hefur syndgað. Eða ef hún hrærir við einn óhreinan mann, hvað helst óhreinleika sem eirn mann kann óhreinn af að verða, og vissi það ekki og fornemur það, hún er orðin sökuð. Eða nær ein sál sver og það hrýtur af hans munni að gjöra illa eða vel og allt það maður leggur eið við, fyrr en han þenkir og viðurkennist það, hann er orðinn sekur í einu af þessum.
En nær það skeður so að nokkur missér sig um eitt af þessu og viðurkennist að hann hafi syndgast þar í þá skal hann fram bera eirn sauð eða eina geit af sinni hjörð fyrir Drottin til syndaoffurs fyrir þá synd sem hann hefur gjört. So skal presturinn biðja fyrir honum og hans synd. En hafi hann ekki sauðinn til, so beri hann tvær turtildúfur eður tvo dúfuunga, fram fyrir Drottin fyrir sína synd sem hann gjörði, þann fyrsta til offurs, þann annan til brennioffurs, og beri þá til prestsins. Hann skal fórnfæra þann fyrsta til syndoffurs og klyppa hálsinn í sundur fyrir aftan hnakkann og brjóta þó ekki frá og stökkva með syndoffursins blóði uppá altarisins síðu en hella öðru niður hjá altarisins fæti. [ Það er syndoffur. En þann annan skal hann fórnfæra til brennifórnar so sem tilheyrir. Og so skal presturinn biðja fyrir honum og hans synd sem hann gjörði og svo er honum hún fyrirgefin.
En hafi hann ekki til tvær turtildúfur eða tvo dúfuunga þá skal hann bera fram fyrir sína synd sitt offur sem er hveitisarla, tíundapart af efa, til syndaoffurs. En ekkert oleum skal hann leggja þar uppá, eigi heldur reykelsi, því að það er eitt syndoffur. Og hann skal bera það til prestsins en presturinn skal taka eirn hremming þar af til minningar og upptendri það á altarinu til eins elds fyrir Drottni. Það er eitt syndoffur. Og svo skal presturinn biðja fyrir honum og hans synd sem hann gjörði, þá er honum hún fyrirgefin. Og það skal heyra prestinum til, líka sem eitt matoffur.“
Og Drottinn mælti við Mósen og sagði: „Nær ein sál misgjörir að hún forsér sig og syndgast á þeim hlutum sem Drottni eru vígðir þá skal hún bera sitt skuldoffur til Drottins, eirn hrút án lýta af hjörðinni sem að vera skal að verðaurum tveir sicli silfurs, eftir helgidómsins sikli, til skuldoffurs. [ Þar til skal hann gefa aftur so mikið sem hann syndgaðist á því vígða og gefa inn fimmta part að auk, og það skal hann gefa prestinum. Hann skal biðja fyrir honum og offra skuldoffursins hrút og so fyrirgefist honum það.
Nær ein sál syndgast og gjörir nokkuð í móti boðorði Drottins það hún skyldi ekki gjöra og vissi það ekki, hún er sek og er skyldug í sínum misgjörning. Hún skal fram bera eirn hrút af hjörðinni, lýtalausan, fyrir prestinn, þann eð virðist að fórnfæra megi, í eitt skuldoffur. Hann skal biðja fyrir honum því að hann gjörði af óvisku og fáfræði og mun honum það fyrirgefast. Það er skuldoffur það sem hann er fallinn í fyrir Drottni.
Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Nær ein sál syndgar og misgjörir í móti Drottni, að hún segir sínum náunga nei fyrir það sem honum var bífalað, eða hafi henni verið tiltrúað það að geyma, eða ef hún tekur það með ofríki eða dregur undir sig með órétti, eða hafi hún fundið það nokkuð sem týnt var og segir nei þar við með röngum eiði, eða gjörir nokkuð annað hvar með eirn maður misgjörir í mót sínum náunga, nær það skeður að hann so syndgar og verður sakaður þá skal hann gefa aftur það hann tók með ofríki eður dró undir sig með órétti eða það hann sór sér ranglega eða hvað sem honum var til geymslu fengið eða hvað sem hann hefur fundið, það skal hann alltsaman afturgjalda. Þar með skal hann gefa fimmtungi meira þeim sem átti, samdægris þá hann gefur sitt skuldoffur. En fyrir sína skuld skal hann bera fyrir Drottin til prestsins eirn hrút af hjörðinni án lýta, þann að dugir til skuldoffurs. So skal presturinn biðja fyrir honum fyrir Drottni, þá mun honum fyrirgefast allt það sem hann hefur misgjört og það hann er sekur.“