Drottinn mælti við Mósen og sagði: „Sjá, ég hefi kallað Besaleel, son Úrí, son Húr, af ætt Júda, með nafni og hef uppfyllt hann með Guðs Anda, með vísdómi og skilningi og hagleik í allra handa smíði, meistarlega að erfiða í gulli, silfri, kopar, kostulega að útgrafa og innsetja steina og kostulega að smíða úr tré og að smíða allrahanda smíði. [ Og sjá, ég hefi fengið honum félaga, Ahalíab, son Ahísamak af ætt Dan. [ Og ég hefi gefið þeim allsháttaðan vísdóm í þeirra hjörtu að þeir skulu smíða allt það sem ég hefi boðið þér: Vitnisburðarbúðina, vitnisburðarörkina, náðarstólinn þar uppá og allan umbúnað tjaldbúðarinnar, borðið með þeim umbúnaði sem þar tilheyrir, þá fögru kertistiku með sínum öllum verkfærum, reykelsisaltarið, brennifórnaraltarið með öllum sínum útbúnaði, vatnkerið og þess fót, embættisklæðin og Arons kennimans helgu klæði og hans sona klæði til prestembættisins, smurningaroleum og reykelsi til helgidómsins. Allt það sem ég hefi bífalað þér það skulu þeir gjöra.“
Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala til Ísraelssona og segðu til þeirra: Haldið minn þvottdag því að það sama er eitt teikn millum mín og yðar og yðra eftirkomenda, so þér skuluð vita að ég er Drottinn sem yður gjörir heilaga. Þar fyrir haldið minn sabbatsdag því hann skal vera yður helgur. Hver sem vanhelgar hann, sá skal vissulega deyja. Því hvör sem gjörir nokkuð erfiði á honum, hans sál skal afmást frá sínu fólki. Sex daga skulu menn erfiða en sjöundi dagur er sabbatsdagur, Drottins heilög hvíld. Hver sem gjörir nokkuð erfiði á sabbatsdegi hann skal vissulega deyja. Þar fyrir skulu Ísraelssynir halda sabbatsdaginn að þeir og þeirra eftirkomendur haldi hann til eins eilífs sáttmála. Hann er eitt eilíft teikn millum mín og Ísraelssona. [ Því Drottinn skapaði himin og jörð á sex dögum en á þeim sjöunda degi hvíldist hann og endurnærði sig.“
Og sem Drottinn hafði endað þessar ræður við Mósen á Sínaífjalli gaf hann honum tvær vitnisburðartöflur. Þær voru af steini og skrifaðar með Guðs fingri.